Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 21:05 Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita honum orðuna. Getty/Mark Wilson Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018. Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018.
Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira