Hetjan úr Hótel Rúanda ákærð fyrir hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 21:05 Paul Rusesabagina hlaut Frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2005. Hér sést George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veita honum orðuna. Getty/Mark Wilson Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018. Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Rúanda hafa handtekið Paul Rusesabagina, mann sem var titlaður hetja í Hollywoodmynd sem fjallaði um þjóðarmorðið sem framið var í landinu árið 1994, en hann er sagður hafa framið hryðjuverk. Rusesabagina var leikinn af Don Cheadle í kvikmyndinni Hotel Rwanda, sem tilnefnd var til fjölda Óskarsverðlauna, og fjallaði hún um það hvernig Rusesabagina nýtti sér stöðu sína sem hótelstjóri og tengsl sín við þjóðflokk Hútúa til þess að vernda Tútsa sem flúðu ofbeldið. Á mánudag leiddu tveir lögreglumenn hinn 66 ára gamla hótelstjóra inn í höfuðstöðvar rannsóknarlögreglu Rúanda þar sem fjölmiðlar biðu hans og mynduðu í bak og fyrir. Rusesabagina sagði ekki stakt orð á meðan á þessu stóð en á undanförnum árum hefur hann verið hafður að háði og spotti í heimalandi sínu. Talsmaður rannsóknarlögreglunnar, Thierry Murangira, sagði í samtali við fréttafólk að Rusesabagina væri grunaður um að vera „stofnandi eða leiðtogi eða meðlimur eða að hafa fjármagnað vígahópa sem hafi verið starfræktir á ýmsum stöðum á svæðinu og erlendis.“ Rusesabagina ásamt Don Cheadle, sem fór með hlutverk Rusesabagina í kvikmyndinni Hotel Rwanda, og Sophie Okonedo sem lék Tatiana Rusesabagina, eiginkonu hans, í kvikmyndinni.Getty/M. Caulfield Þá sagði hann að Rusesabagina gæti átt yfir höfði sér fjölda ákæra, þar á meðal fyrir hryðjuverk, að hafa fjármagnað hryðjuverk, íkveikjur, mannrán og morð. Hann greindi ekki frá því hvar eða hvernig Rusesabagina var handtekinn. Í kjölfar þjóðarmorðsins í Rúanda flutti Rusesabagina úr landi og var hann hylltur víða um heim. Hann hlaut meðal annars Frelsisorðu Bandaríkjaforseta (e. Presidential Medal of Freedom) árið 2005, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir alþjóðlegt lof sem hann fékk var hann harðlega gagnrýndur heima fyrir og var hann meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa varað við öðru þjóðarmorði, í þetta skipti Tútsa á Hútúum. Þá hefur hann verið gagnrýndur af einhverjum þeirra sem lifðu þjóðarmorðið af og Paul Kagame, forseta landsins, sem sakaði hann um að hafa nýtt sér þjóðarmorðið til þess að öðlast frægð. Árið 2010 sagði ríkissaksóknari Rúanda í samtali við fréttastofu Reuters að yfirvöld hefðu undir höndum sönnunargögn sem sýndu fram á að Rusesabagina hefði fjármagnað hryðjuverkahópa en engin ákæra var gefin út á þeim tíma. Síðan þá hafa yfirvöld haldið því fram að hann hafi spilað hlutverk meintum árásum uppreisnarhópsins National Liberation Front (FLN) í suðurhluta Rúanda og á landamærunum við Búrúndí árið 2018.
Rúanda Bandaríkin Hollywood Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira