Breytt heimsmynd Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. ágúst 2020 23:15 Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar