Breytt heimsmynd Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. ágúst 2020 23:15 Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Skoðun Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að Covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna. Nú erum við stödd í annarri bylgju sem hefur sýnt okkur að þetta gæti orðið langhlaup. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið að bregðast við með aðgerða pökkum. Stærstu hagkerfi heims svo sem, Bandaríkin, Bretland, Japan og fleiri hafa mátt horfast í augu við hagtölur sem eru þær svörtustu í manna minnum, mesta samdrátt í landsframleiðslu síðan samantekt á þessum tölum hófst. Þar við bætist, vaxandi atvinnuleysi í þessum löndum, sem ekki á rætur í samdrætti í ferðamennsku, heldur í fjölda annara greina. Það fyrsta sem fólk gerir þegar harðnar í ári er að skera niður „óþarfa“. Gefum okkur að allir fengju sína sprautu af bóluefni á morgun, þá tæki það hagkerfi heimsins langan tíma að rétta sig af eftir svona byltu. Við Íslendingar þurfum að búa okkur undir þá heimsmynd að ferðaþjónustan eins og hún hefur verið undanfarin ár muni ekki jafna sig á stuttum tíma. Skoðanakannanir í fjölda landa undanfarið, á vilja fólks til ferðalaga, er vægast sagt lítill. Bendir þetta til að vonir um að þegar bóluefni berst þá muni ferðamönnum fjölga í fyrra horf, séu á sandi byggðar. Covid-19 hefur þegar truflað matvælaframleiðslu í heiminum, og vöruflutninga, þar á meðal flutning matvæla. í ljósi þessa er fæðuöryggi okkar Íslendinga með eigin framleiðslu nauðsynlegt og raunhæft markmið. Rafmagn með vatnsorku, jarðvarma eða vindorku hérlendis er hægt að framleiða með minni tilkostnaði en víðast annarstaðar í heiminum og því hæg heimatökin ef vilji er til staðar að nýta þá orku enn betur. Við eigum erfið misseri í vændum. Ferðamaðurinn á hvíta hestinum er varla á leiðinni. Fæðuöryggi okkar veltur á framleiðslu utan landsteinanna. Hvernig erum við í stakk búinn til að takast á við þá stöðu að hugsanlega munu hlutirnir versna umtalsvert áður en þeir batna? Ég myndi í það minnsta leggja höfuðið rólegar á koddann ef ríkisstjórnin ætti svör við þessum spurningum. Allavega er ákall eftir stefnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við það ástand sem nú ríkir. Almenningur og fyrirtæki kallar eftir þeim upplýsingum. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í NV kjördæmi.
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar