Hvetur stjórnvöld til grænna fjárfestinga í faraldrinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 08:13 António Guterres hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. AP/Markus Schreiber Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum. Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Lífslíkur jarðarbúa myndu aukast um 20 mánuði ef notkun jarðefnaeldsneyta yrði hætt. Þetta samsvarar því að lífi 5.5 milljóna manna yrði bjargað á hverju ári, sem samsvarar nærri öllum íbúafjölda Danmerkur. Þetta kom fram í ræðu António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem sjá má brot úr hér að neðan. Guterres sagði meðal annars að fjárfestingar í jarðefnaeldsneyti þýddu fjölgun dauðsfalla og aukinn kostnað við heilsugæslu. Réttast væri að taka græn fjárfestingaskref í efnahagsaðgerðum vegna faraldursins. „Á þessu ári hafa vísindamenn í Bandaríkjunum komist að þeirri niðurstöðu að dánarlíkur fólks af völdum COVID-19 séu meiri á þeim svæðum þar sem loftmengun er mikil. Þetta er einfaldlega mannlegur harmleikur og slæm hagfræði,” sagði Guterres og færði rök fyrir því að sjálfbærar aðgerðir fjölgi störfum, tryggi fleirum aðgang að orku, dragi úr losun koltvísýrings og bæti heilsu. Að sama skapi sagði aðalframkvæmdastjórinn að fjárfestingar í hreinni orku gætu skapað 9 milljónir starfa á hverju ári næstu þrjú árin. „Fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum skapar þrisvar sinnum fleiri störf en fjárfestingar í mengandi jarðefnaeldsneyti. Nú þegar fjöldi manns gæti orðið fátækt að bráð vegna COVID-19 faraldursins, er atvinnusköpun af þessu tagi tækifæri sem ekki má glatast.” Renewable energy needs to grow.Coal use must be phased out.That must be our #ClimateAction story a story of smarter, stronger, cleaner economies for the 21st century, creating more jobs, more justice and more prosperity. https://t.co/Fh6b8AdXyP pic.twitter.com/4arcNq4B4U— António Guterres (@antonioguterres) August 28, 2020 Guterres fagnaði þeirri þróun að auknar fjárfestingar og aðgerðir til að auka eftirspurn í faraldrinum tækju víða mið af því að draga úr kolefnisspori. „En þótt þessi jákvæðu teikn séu mikil hvatning hef ég líka áhyggjur af neikvæðri þróun. Úttekt á endurreisnartillögum innan G20 ríkjahópsins bendir til að tvisvar sinnum meira fé sé varið í jarðefnaeldsneyti en til hreinnar orku,” sagði Guterres. Aðalframkvæmdastjórinn hefur hvatt G20 ríkin til að fjárfesta í hreinni, orku og grænum orkuskiptum í viðleitni til að bregðast við COVID-19. „Þetta felur í sér að bundinn verði endi á niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti og skuldbindingar um enga nýja kolavinnslu eftir 2020.” Hann hvatti ríki heims til sex loftslagsvænna aðgerða til að takast á við faraldurinn. „Fjárfestið í grænum störfum. Ekki bjarga mengandi iðngreinum. Hættið niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Takið loftslagsáhættu með í reikninginn í fjárhagslegum ákvörðunum og stefnumótun. Vinnum saman. Og að sem mikilvægast er: skiljum engan eftir,” sagði Guterres að lokum.
Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira