Íslandsmetaárið mikla hjá Hilmari og Vigdísi varð enn glæsilegra í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 15:30 Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson hafa sett samtals átta Íslandsmet í sleggjukasti á árinu 2020. Mynd/FRÍ FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það. Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir héldu áfram að bæta Íslandsmet sín í gær. Þau Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir settu þá bæði Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika. Saman hafa þau núna sett saman átta Íslandsmet í sinni grein á árinu 2020. Hilmar Örn Jónsson kastaði 75,90 sentimetra í sínu öðru kasti á Origo móti FH og bætti fimm daga gamalt Íslandsmet sitt um átta sentimetra. Í sínu fimmta kasti flaug sleggjan svo 77,10 metra sem er tíundi besti árangurinn í heiminum í ár en það þýddi um leið að hann bætti glænýtt Íslandsmet sitt um meira en einn metra. Hilmar er þar með farinn að nálgast Ólympíulágmarkið sem er 77,50 metrar. Íslandsmet hans í byrjun þessa árs var 75,26 metrar en er nú næstum því tveimur metrum lengra. 1,84 metra bæting á einu sumri í þremur Íslandsmetum. FH-ingarnir og sleggjukastararnir Hilmar Örn Jónsson og Vigdís Jónsdóttir bættu bæði eigin Íslandsmet í sleggjukasti á Origo móti FH í Kaplakrika í dag. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Fimmtudagur, 27. ágúst 2020 Tímabilið til þess að ná lágmarki opnar 1. desember á þessu ári og er opið til 29. júní 2021 en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins. Aðeins er gert ráð fyrir því að þeir allra bestu komist inn á lágmarki og svo er fyllt upp í 32 keppendur út frá stöðu á heimslista. Hilmar Örn sló Íslandsmetið í sleggjukasti í fyrsta sinn 27. apríl 2019 þegar hann tók metið af Bergi Inga Péturssyni sem hafði átt það í næstum því fjórtán ár. Vigdís Jónsdóttir kastaði lengst 63,44 metra sem er 74 sentimetrum lengra en fyrra Íslandsmet hennar. Vigdís var að bæta met sitt í fimmta sinn í sumar og fjórtánda skiptið frá upphafi. Íslandsmetið í sleggjukasti í byrjun ársins var kast Elísabetar Rutar Rúnarsdóttur upp á 62,16 metra. Elísabet Rut hafði tekið metið af Vigdísi í fyrr en Vigdís mætti til leiks í ár staðráðin í að ná metinu aftur. Það gerði hún og gott betur en með Íslandsmetum hefur hún lengt Íslandsmetið um 1,28 metra á árinu sem er mikil bæting. Vigdís Jónsdóttir eignaðist Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og átti það til 2019 þegar Elísabet Rut bætti það.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira