Nefndi Sundabraut „bara sem eitt dæmi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2020 22:30 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“ Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir að ummæli sín um að ámælisvært væri að Sundabraut hafi ekki verið byggð hafi aðeins verið dæmi til að undirstrika hversu gott tækifæri væri fyrir ríkissjóð um þessar mundir að fjárfesta í innviðum á borð við samgöngumannvirkjum. Ummælin lét Ásgeir falla á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis í dag. „Mér finnst alveg stórundarlegt og ámælisvert að Sundabraut hafi ekki verið byggð miðað við þá umferð sem er í bænum,“ sagði Ásgeir. Ummælin hafa vakið talsverða athygli og meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Ásgeir fyrir ummælin er Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem furðaði sig á ummælunum. Ásgeir ræddi þessi ummæli sín á fundinum í dag, og reyndar ýmislegt annað, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var hann spurður af hverju hann hefði minnst á Sundabraut í þessu samhengi. „Ég nefndi það í sjálfu sér bara sem eitt dæmi í þessu samhengi. Það liggur alveg fyrir að við höfum ekki mikið verið að fjárfesta í samgönguinnviðum hin síðari ár. Það er meðal vegna þess að það hefur verið þensla í hagkerfinu. Núna er gott tækifæri til að fjárfesta í samgönguinnviðum vegna þess að vextir eru mjög lágir, hér hjá okkur inn í landinu og líka erlendis. Það er líka mjög gott að ef það er lægð í hagkerfinu þá getur ríkið fengið mun hagstæðari tilboð í allar framkvæmdir,“ sagði Ásgeir. Aðspurður um það hvort fjárfestingar í samgönguinnviðum væri besta leiðin til að koma hagkerfinu aftur af stað úr lægð, útskýrði Ásgeir að slíkt mætti heimfæra almennt á innviðafjárfestingar. „Ég myndi segja það já, það er ein besta leiðin. Ég nefndi Sundabrautina sem eitt dæmi. Vegir eru einn samgönguinnviðir, það geta líka verið fleiri innviðir eins og að byggja skóla. Þetta eru þá fjárfestingar sem koma sér vel og auka síðan framleiðslugetu hagkerfisins.“
Samgöngur Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Sundabraut Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira