Líklega dýpsta efnahagslægð í heila öld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 12:24 Alþingi kom saman eftir sumarfrí í morgun. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar er hvergi nærri lokið og líklega stöndum við frammi fyrir dýpstu efnahagslægð í heila öld, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Þing kom saman eftir sumarfrí í morgun, sem hófst með munnlegri skýrslu Katrínar á stöðu mála vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Svokallaður þingstubbur fer fram á Alþingi í dag þar sem Covid-faraldurinn verður hvað fyrirferðamestur en til umræðu verður uppfærð fjármálastefna, ríkisábyrgð vegna Icelandair, tekjutenging atvinnuleysisbóta og framlenging hlutabótaleiðar. Fundurinn hófst á munnlegri skýrslu Katrínar þar sem hún fór yfir þau skref sem hafa verið stigin undanfarna mánuði. „Sú aðgerð og ákvörðun um að halda skólunum opnum var ein mikilvægasta samfélagslega aðgerðin sem stjórnvöld gripu til, til að mæta þessum faraldri,“ sagði Katrín. Þá ræddi hún einnig ferðatakmarkanir og vísaði í nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif á ferðaþjónustuna. „Ég hlýt að segja hér að þær ferðatakmarkanir sem ákveðnar eru hér á landi eru ekki það eina sem ræður fjölda ferðamanna. Þar skipta ferðatakmarkanir annarra ríkja líka máli þar sem Ísland hefur ýmist verið að færast nær rauðum listum annarra ríkja eða er beinlínis lent þar inni,“ sagði Katrín. Ferðavilji fólks dregist saman Forsætisráðherra sagði staðreyndinna vera þá að 120 milljónir starfa séu í hættu. „Sömuleiðis hefur ferðavilji fólks dregist saman, eðlilega, og þegar við skoðum stöðu ferðaþjónustunnar í heiminum er útlit fyrir að þeim sem ferðist í heiminum ferðist um rúman milljarð á þessu ári, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna á ferðaþjónustuna. Þar kemur fram að millilandafarþegum hafi fækkað um 56 prósent fyrstu fimm mánuði ársins og í maí hafi fækkunin verið 98 prósent frá sama mánuði í fyrra. Að heildarfækkun verði á árinu 2020 allt að 58-78 prósent sem þýðir fækkun um rúman milljarð farþega. Það eru 120 milljónir starfa í hættu.“ Baráttunni við kórónuveiruna sé hvergi nærri lokið. „Það er ekki ofsögum sagt að við stöndum frammi fyrir líklega dýpstu efnahagslægð í heila öld,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Alþingi Efnahagsmál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira