Sprenging í Heiðmörk: „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga“ Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2020 11:02 Lögreglan mun ræða við manninn sem slasaðist alvarlega þegar hann hefur jafnað sig. Vísir/Vilhelm Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað. Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Maðurinn sem slasaðist alvarlega eftir að þriggja tommu tívolíbomba sprakk í Heiðmörk í gær virðist hafa borið eld að henni. Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn slasaðist alvarlega á handlegg en með honum í för var eiginkona hans sem fór úr peysu sinni og batt utan um handlegginn og náði þannig að hægja á blæðingunni. Lögreglan fékk tilkynningu klukkan 18:50 í gærkvöldi um alvarlegan atburð í Heiðmörk. Samkvæmt vitnisburði fólks á staðnum hafði maður á sextugsaldri gengið fram á þriggja tommu tívolíbombu sem hafði sprungið eftir að hann handlék hana. „Það voru þarna hjón á rölti í Heiðmörk og ganga fram á þetta. Þetta var meðfram göngustíg og maðurinn fer eitthvað að skoða þetta. Hann virðist hafa borið eld að þessari tívolíbombu með þessum afleiðingum,“ segir Skúli. „Vinstri handleggurinn hafði sprungið og horfið fyrir ofan olnboga.“ Á þar Skúli við að handleggurinn frá fingrum og upp fyrir olnboga hafi sprungið af. Eiginkona mannsins brást skjótt við. Hún klæddi sig úr peysunni, vafði henni þétt utan um sárið og náði þannig að hægja á blæðingunni áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. „Maðurinn var með fullri meðvitund og fluttur upp á spítala og í aðgerð þar.“ Í tilkynningu frá lögreglu sagði um erlenda einstaklinga hefði verið að ræða og tungumálaörðugleikar hefðu flækt samskipti en vitni hefðu lýst því að sprengjan hafi fundist á svæðinu. Skúli bendir á að fundur á þriggja tommu tívolíbombu veki furðu. „Ef ég man rétt hefur almenn sala á þriggja tommu tívolíbombum ekki verið leyfð í fjölda ára. Við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Þar að auki hefur verið mikil bleyta á suðvesturhorninu. Reyndar ekki síðustu viku en nokkrar vikur þar á undan. Þess vegna er erfitt að vita hversu lengi þetta hefur verið þarna. Það er ábyrgðarhluti að skilja þetta svona eftir,“ segir Skúli og tekur fram að svona öflugar tívolíbombur séu helst aðeins í höndum sérfræðinga þegar flugeldasýningar eiga sér stað.
Lögreglumál Flugeldar Reykjavík Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira