Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 19:50 Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún. Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún.
Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Sjá meira