Telja sig peð í tafli Rio Tinto og Landsvirkjunar Stefán Ó. Jónsson og Andri Eysteinsson skrifa 23. ágúst 2020 19:50 Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún. Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Starfsmenn álversins í Straumsvík telja Rio Tinto tefla sér fram í deilu álfyrirtækisins fyrir betri raforkusamningi við Landsvirkjun. Kjaradeilan er komin til ríkissáttasemjara. Rio Tinto nýtti sér uppsagnarákvæði í kjarasamningi sínum við starfsfólk í liðinni viku, en ákvæðið fól í sér að ef Rio Tinto næði ekki samkomulagi við Landsvirkjun um nýjan orkusamning væri heimilt að segja kjarasamningnum upp. Inn í þetta fléttast endurskoðun á starfseminni í Straumsvík, en ISAL segist hafa lokun álversins til skoðunar. Yfirtrúnaðarmaður starfsmanna í Straumsvík segir hins vegar að það ætti ekki að hafa áhrif við samningaborðið. „Það er bara fáránlegt. Þetta er svo lítil prósenta af heildarveltunni það eru allt aðrar stærðir sem valda því hvort verði tap eða gróði af rekstri álversins en launin okkar,“ segir Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður há ÍSAL Reinhold Richter aðaltrúnaðarmaður hjá ISAL.Stöð 2 Hann segir erfitt að spá fyrir um gang viðræðna, síðasti kjarasamningur var undirritaður í vor og því aðeins nokkurra mánaða gamall þegar Rio Tinto sagði honum upp. „Þeir senda fólk á samningafundinn sem hefur ekkert umboð til að semja. Þannig að þeta fer allt í gegnum einhverja aðila erlendis og mjög erfitt að spá fyrir um hvernig það gengur og mjög furðulegt að þeir skyldu ekki efna samninginn og leyfa honum að klárast,“ segir Reinhold. Hann hafi byggt á lífskjarasamningnum. Starfsmenn hafi fengið eina launahækkun af fjórum áður en samningum var sagt upp. Þeir þurfi þannig m.a. að sækja launahækkunina sem þeir hefðu átt að 1. júní en barst aldrei. „Það eru sem sagt 73.000 krónur eftir af þeim launahækkunum sem að lífskjarasamningurinn hefur gefið á almenna markaðnum.“ Upplifið þið það þannig að verið sé að nýta ykkar kjaradeilu í viðræðunum við Landsvirkjun? „Algjörlega. En við erum ekkert hrædd við þessar hótanir þeirra um lokanir því við erum ekki þúfan sem veltir þessu álveri. Það er ekki þannig,“ svarar Reinhold. Fulltrúar ISAL báðust undan viðtali en sögðust ekki geta tjáð sig um innihald og skilmála raforkusamningsins við Landsvirkjun þar sem þau séu bundin trúnaði. Kjaradeilan er því komin inn á borð ríkissáttasemjara, sem hefur boðað til fundar í deilunni á miðvikudag. Fulltrúar fimm stéttarfélaga og atvinnurekenda munu sitja fundinn, en í ljósi þess að embætti ríkissáttasemjara getur ekki uppfyllt tveggja metra regluna í þeim mannfjölda fer fundurinn fram á Stórhöfða en ekki Karphúsinu við Borgartún.
Hafnarfjörður Vinnumarkaður Kjaramál Orkumál Stóriðja Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira