Hefur áhyggjur af einangrun eldri borgara Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2020 12:55 Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Eldri borgarar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Guðfinna Ólafdsóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi hefur áhyggjur af því fólki sem hefur einangrast eða er að einangrast vegna kórónuveirunnar. Sveitarfélagið Árborg er nú með átaksverkefni í gangi til að sporna við félagslegri einangrun eldri borgara. Einn liður í átaki Árborgat til að koma í veg fyrir einangrun eldri borgara vegna kórónuveirunnar fór fram í vikunni en þá var eldri borgurum í sveitarfélaginu boðið í menningargöngu um nokkrar af elstu götunum á Selfossi þar sem saga húsanna í götunum var sögð. Mjög góð þátttaka var í menningargöngu eldri borgara um þrjár götur á Selfossi í vikunni. Passað var að halda tveggja metra reglunni eins og kostur var.Vísir/Magnús Um 100 manns mættu í gönguna en passað var vel upp á tveggja metra fjarlægðina á milli göngufélaga. Guðfinna Ólafsdóttir, formaður félags eldri borgara tók þátt í göngunni. „Þetta getum við þakkað Ásmundi Einari Daðasyni, félagsmálaráðherra, sem úthlutaði sveitarfélögunum dágóðri upphæð til þess að rjúfa einangrun eldri borgara í Covid og þetta er hluti af því. Það var mjög gaman í göngunni því það hefur þurft að fella niður ferðir hjá okkur, það átti t.d. að fara í Þjórsárdal en það var ekki tekin áhættan á því. Þetta var ljómandi skemmtilegt og fróðleg ganga.“ Sigfús Kristinsson, byggingameistari var einn af þeim sem tók á móti hópnum og sagði frá ferli sínum á Selfossi við smíðar og frá nýjum burstabæ, sem hann er að byggja og verður opnaður formlega næsta vor.Vísir/Magnús Hlynur En hvað með Covid og eldri borgara og einangrun þeirra, hvernig heldur Guðfinna að staðan sé? „Já, það er náttúrulega svolítiðið erfið staða. Að öllu jöfnu hefðum við átt að hefja vetrarstarfið seint í næsta mánuði, ég veit ekki alveg hvernig þetta verður, ég held að fólk sé svolítið að loka sig inni en við erum að reyna að gera eitthvað fyrir það. Það hefur verið hringt í fólk til að athuga stöðuna á því og svo náttúrulega agalegt hjá þeim sem eiga ekki spjaldtölvu eða önnur snjalltæki og geta ekki fylgst með, það er bara orðið nauðsynlegt í dag, við höfum verið að reyna að kenna fólki á þessi tæki.“ Guðfinna segir að það sé mjög slæmt ef eldra fólk lokar sig alfarið inni og einangrast á heimilum sínum, sem hún heldur að sé meira um en fólk áttar sig almennt á. „Já, ég er svolítið hrædd um það, það hefur verið lögð mikil áhersla á að vernda okkur eldri borgara og þá er náttúrulega eðlilegt að fólk fari að hafa áhyggjur. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk eins og við getum.“ Kjartan Björnsson, bæjarfulltrúi og hárskeri á Selfossi var göngustjóri göngunnar og fórst það verkefni vel úr hendi.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Eldri borgarar Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira