Nýja snjóhengjan Jóhannes Þór Skúlason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun