Nýja snjóhengjan Jóhannes Þór Skúlason skrifar 21. ágúst 2020 14:30 Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrir sléttri viku var von ferðaþjónustufólks um að einhverjar tekjur yrði að hafa síðari hluta ágúst og inn í haustið kippt burt, þegar íslenskri ferðaþjónustu var lokað með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um tvöfalda skimun og sóttkví. Áhrifin af því munu verða fleiri lokanir, fleiri uppsagnir, færri endurráðningar, meira atvinnuleysi, fleiri gjaldþrot og minni verðmætasköpun fyrir samfélagið. Á árunum eftir hrun, þegar barist var við greiðslujöfnuðarvandann var einatt talað um snjóhengjuna – stóra vandamálið sem vomdi yfir og þurfti að leysa til að hægt væri að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Í dag vomir ný snjóhengja yfir íslensku efnahagslífi og lífskjörum til framtíðar – fjöldi fyrirtækja í stærstu útflutningsatvinnugrein landsins, sem í janúar voru í góðum málum munu nú ef ekkert er að gert verða gjaldþrota og eignirnar lenda í fangi bankanna. Á undanförnum mánuðum hefur verið talað mikið um lífvænleg og ólífvænleg fyrirtæki. Í dag er þetta úrelt skilgreining. Ferðaþjónustufyrirtæki sem í byrjun ársins voru í góðum rekstri eru nú í stórkostlegum vanda. Stöndug fyrirtæki sem stefndu á að vaxa og dafna á þessu ári eru nú skelin ein, tekjulaus og safna skuldum. Í því felst stórhætta fyrir samfélagið. Velkist ekki í vafa um þetta: Ísland þarf á þessum fyrirtækjum að halda. Án þeirra verður viðspyrnan frá botni kreppubotninum miklu, miklu erfiðari. Án þeirra munu fleiri verða atvinnulausir í lengri tíma. Án þeirra verður fjárhagsvandi fleiri heimila erfiðari og lengri. Án þessara fyrirtækja munu fleiri flosna upp úr námi á næstu árum og andleg og líkamleg heilsufarsvandamál vegna langvarandi atvinnuleysis verða alvarlegri. „En það er alltaf hægt að stofna ný fyrirtæki,“ gæti einhver sagt. Auðvitað. En ný fyrirtæki þurfa að byrja upp á nýtt. Þau eru búin að missa lykilstarfsfólkið, reynsluna, fagþekkinguna, viðskiptasamböndin, söluleiðirnar, markaðsþekkinguna og vörumerkin. Það munu verða til ný fyrirtæki. En við þurfum á því að halda að nægilega stór hluti fyrirtækjanna sem hafa byggt upp Íslenska ferðaþjónustu sem arðbæra atvinnugrein haldi velli. Það styður við verðmætasköpun nýrra fyrirtækja. Heimskreppa af þessari stærð er risaáfall fyrir lítið samfélag. Markmið aðgerða okkar verður að vera að lágmarka skaða samfélagsins, komast fyrr út úr áfallinu, vinna okkur hraðar út úr vandanum. Koma verðmætasköpuninni í fullan kraft eins fljótt og hægt er. Ferðaþjónustan er besta leiðin til þess. Við sáum hvers hún er megnug á árunum eftir bankahrunið. Samkvæmt greiningu Samtaka atvinnulífsins á stöðunni geta hertar aðgerðir stjórnvalda á landamærum eða tilslakanir skipt máli upp á tugi milljarða króna til eða frá fyrir ferðaþjónustuna. Þá geti árlegt tjón ferðaþjónustunnar á næstu árum numið um 150 milljörðum króna. Áhrif þess á samfélagið í heild eru því gífurleg. Covid-19 faraldurinn hefur kippt nauðsynlegri stoð undan efnahagslífi landsins. Til þess að vinna upp tjónið af því verðum við að byggja þessa stoð upp að nýju. Ef of stór hluti hennar sogast ofan í gjaldþrotapyttinn munum við öll bera skaðann af því á næstu árum. Þennan snjóhengjuvanda er bráðnauðsynlegt að leysa af áræðni, alveg eins og þann fyrri, til að hægt sé að byrja að byggja upp verðmætasköpun og lífskjör á ný. Það er dýrt að halda heilli atvinnugrein á lífi til að hún geti tekið viðspyrnuna. En það er líka rándýrt að gera það ekki. Spurningin er hvort við viljum taka kostnaðinn út núna eða taka meiri kostnað á samfélagið síðar, og þá í fleiri og alvarlegri verðmætum en peningum. Á næstu vikum þurfa stjórnvöld og bankakerfið að vinna markvisst að því að halda lífi í ferðaþjónustunni. Nú ríður á að tryggja viðspyrnuna. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun