Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:37 Lesandi Vísis sendi þessa mynd, þegar hann mætti steypubílnum og lögregluhópnum. Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira