Smituðum fjölgar hratt og fleiri þurfa á sjúkrahús Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 18:31 Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira
Fimm liggja á Landspítalnum með COVID-19 en tveir þeirra eru á gjörgæslu. Landlæknir segir viðbúið að fleiri landsmenn fari að veikjast en frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar að fara í sóttkví við komuna til landsins. Síðustu daga hefur þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi fjölgað hratt en nú hafa tvö hundruð og fimmtíu greinst. „Það er komið smit í eiginlega sex landshluta getum við sagt og sóttkví er í öllum landshlutum og það er um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklingar í sóttkví. Þannig að það er greinilegt að sjúkdómurinn er í samfélaginu þó hann virðist ekki vera orðinn mjög útbreiddur en það á ekki að koma á óvart og við búumst við því að sjá aðeins meiri útbreiðslu á næstunn,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Af vefsíðunni covid.isMYND/COVID.IS„Nú búum við okkur undir það að fleiri fari að veikjast og að álagið á heilbrigðiskerfið fari vaxandi,“ segir Alma Möller landlæknir. Frá og með morgundeginum þurfa Íslendingar og aðrir sem búa á Íslandi að fara í sóttkví við komuna til landsins. Undanþegnar eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa en það er gert til að tryggja flutninga á vörum til landsins. Þetta á ekki við um ferðamenn en ástæðan er sú að minni smithætta er talin af þeim þar sem þeir blandast oft lítið Íslendingum. Þórólfur segist viss um að þær aðgerðir sem gripið hafi verið til séu að virka þar á meðal að setja fólk í sóttkví. „Einstaklingar sem eru að greinast, tæplega helmingur þeirra, þeir eru þegar í sóttkví þegar þeir eru að greinast. Sem að segir það að þessar aðgerðir okkar, við höfum náð að stoppa fólk af sem að á eftir að sýkjast og þannig að koma í veg fyrir víðtækt smit,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Sjá meira