Loka Louvre-safninu vegna ótta við kórónuveirusmit Andri Eysteinsson skrifar 1. mars 2020 15:32 Louvre-safnið er eitt fjölsóttasta safn heims. Getty/Chesnot Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar. Sumt starfsfólk safnsins neitaði að vinna vegna ótta við smit og kallaði því eftir fundi með yfirmönnum. „Við vorum áhyggjufull því gestir okkar koma alls staðar að úr heiminum,“ hefur AP eftir trúnaðarmanni starfsfólks safnsins Andre Sacristin. Í fyrstu var gefin út yfirlýsing þess efnis að opnun safnsins í dag yrði frestað vegna starfsmannafundar. Mikill fjöldi fólks beið hins vegar fyrir utan safnið tímunum saman.Sacristin segir að starfsfólk safnsins hræðist smit vegna þeirra þúsunda sem sækja safnið heim á degi hverjum. Þá hafa starfsmenn listasafna á Norður-Ítalíu verið í Louvre safninu undanfarna daga þar sem verið er að undirbúa flutning verka eftir Leonardo Da Vinci til Ítalíu eftir að hafa verið tímabundið til sýnis í París. Stór hluti Norður-Ítalíu hefur verið skilgreindur sem hættusvæði vegna möguleika á smiti.Annar fundur starfsmanna Louvre er fyrirhugaður á mánudag. „Til verndar starfsfólki ættu gestir að gangast undir rannsókn áður en þeir koma inn á safnið, ef veiran greinist ætti safnið að loka,“ sagði Sacristin og bætti við að starfsmenn væru ósáttir við að þeim hafi eingöngu verið boðið handspritt til varnar smiti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Söfn Tengdar fréttir Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Frakkar banna stórar samkomur og mæla gegn kossaflensi Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í Frakklandi hafa þarlend yfirvöld gripið til þess ráðs að banna stórar samkomur fólks, innandyra. Þá er mælt með því að Frakkar hætti að heilsast með kossum á kinn. 1. mars 2020 12:10