Sóttu tæp fimm tonn af rusli í tvær blokkir á tuttugu mínútum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 19:30 Sorphirða hófst í Breiðholti í dag eftir að tímabundin undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Vísir/Egill Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Tæp fimm tonn af rusli voru hreinsuð út úr tveimur blokkum í Breiðholti í dag á aðeins tuttugu mínútum eftir að undanþága fékkst frá verkfallsaðgerðum. Ekki hefur verið boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Borgin hefur óskað eftir frekari undanþágum. Foreldrar kalla eftir að deiluaðilar rísi undir ábyrgð og semji. Þegar fréttastofu bar að garð í dag var Magnús Magnússon og samstarfsfólk hans í óða önn við að tæma yfirfullar ruslafötur við heimili fólks í Efra-Breiðholti þar sem ekki tókst að tæma áður en ótímabundið verkfall hófst fyrir um tveimur vikum síðan. Hann segir hafa gengið nokkuð vel að tæma og svo virðist sem margir hafi farið með sorp í grenndargáma til að koma í veg fyrir að það safnist upp við húsin. „Það vantar að salta og sanda í tröppur. Við erum stundum í basli að koma þeim upp þegar við erum með þungar tunnur þegar það er mikil hálka í tröppunum,“ segir Magnús. Undanþága gildir til 6. mars en borgin hefur farið fram á frekari undanþágur vegna sorphirðu og þrifa að sögn Bjarna Brynjólfssonar, upplýsingastjóra hjá Reykjavíkurborg. Hann brýnir einnig fyrir bæjarbúum að gæta vel að því að hreinsa frá tunnum svo sorphirða gangi vel fyrir sig. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar.Vísir/Sigurjón „Við náum ekki að komast yfir til dæmis í sorphirðunni nema Breiðholt og Árbæ. Það hefur safnast upp gríðarlegt magn af sorpi. Sem dæmi þá kom úr tveimur stórum blokkum í Breiðholti einhver 4,8 tonn af sorpi á 20 mínútum,“ segir Bjarni. „Við viljum auðvitað að þetta leysist sem fyrst þetta verkfall og vonumst til þess. En það eru engar viðræður í gangi eins og stendur, því miður.“ Heima í fjórtán daga Þá mætti hópur foreldra með börn sín sem ekki komast í leikskólann vegna verkfalla í Ráðhúsið í dag. „Þetta er fjórtándi dagurinn í dag sem að stelpan mín fer ekki á leikskólann. Hún hefur sem sagt ekki farið í eina mínútu allan tímann. Strákurinn minn hefur fengið að fara um helming tímans en á þeirra leikskóla hafa fjórar af sex deildum verið lokaðar með öllu,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, ein þeirra foreldra sem mættu með börn sín í ráðhúsið í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir hvetur deiluaðila til að setjast niður og reyna að semja en dóttir hennar hefur ekkert komist á leikskólann í tvær vikur.Vísir/Sigurjón Hún hvetur deiluaðila til að funda og komast að lausn á sama tíma og hún segist styðja baráttu láglaunafólks. „Gerið allt sem þið getið til að leysa málið og rísið undir ábyrgð ykkar hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Nokkrir leikskólastarfsmenn voru einnig mættir í Ráðhúsið sem segjast þreyttir á að vera í verkfalli og vonast til þess að það dragist ekki mikið á langinn.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira