Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2020 11:21 Stofnendur The One, Davíð Örn Símonarson og Ásgeir Vísir. Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan. Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. Er þetta önnur fjármögnun félagsins á skömmum tíma en The One tók inn 15 milljónir í fjármagn fyrir rúmu hálfu ári síðan. Meðal fjárfesta eru núverandi og fyrrverandi forkólfar í CCP. Stefnumótaforritið var kynnt til leiks í fyrrasumar og kynnt sem mótsvar við þeim vefstefnumótamiðlum sem eru á markaðnum í dag. Ætlunin var að leggja minni áherslu á skyndikynni en þess í stað gefa fólki færi á að kynnast betur. Upphaflega fékk fólk úthlutað einum einstaklingi til að spjalla við og höfðu notendur til miðnættis til að spjalla saman - ellegar hyrfi viðmælandinn að eilífu nema báðir þátttakendur vildu framlengja spjallið. Forritið tók hins vegar töluverðum breytingum þann 14. febrúar síðastliðinn, á sjálfan Valentínusardaginn. Nú fá notendur úr þremur viðmælendum að velja í þrjá daga. „Þetta er í raun bara eins og Djúpa Laugin í gamla daga. Þetta gefur notendum meira val og ýtir undir fleiri samtöl,“ eins og Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One, komst að orði á sínum tíma. Reksturinn tryggður út árið Meðfram þessari uppfærslu lagði fyrirtækið lokahönd á aðra fjármögnungarlotu, með nýjum og núverandi fjárfestum. „Lotan nemur tæplega 30 milljónum og tryggir félaginu áframhaldandi rekstur og þróun út árið 2020,” segir Davíð Örn. Meðal nýrra fjárfesta í The One eru Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP, Sigurður Ólafsson fyrrum stjórnarmaður CCP og Ville Laakso, finnskur fjárfestir. Davíð Örn og Ásgeir Vísir, annar stofnenda The One, ræddu við Brennsluna um miðjan febrúar um nýju uppfærsluna og næstu skref. Davíð segir þar meðal annars að það sé mjög mikið af stefnumótaforritum í boði; eins og til dæmis Tinder, Bumble og Coffee meets Bagel. Þeirra forrit skeri sig þó úr fjöldanum. Viðtalið við þá má heyra hér að neðan.
Ástin og lífið Nýsköpun Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Snýst um að dæma fólk ekki út frá útliti Ný útgáfa af íslenska stefnumótaforritinu The One var gefin út á Valentínusardaginn. 17. febrúar 2020 14:00