Breyting á lyfjalögum samþykkt með hraði vegna kórónuveirunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 15:12 Málið var afgreitt með hraði á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna. Alþingi Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Frumvarp sem felur í sér heimild til Lyfjastofnunar um að leggja bann við útflutningi á tilteknum lyfjum var samþykkt með hraði á Alþingi í dag. Um er að ræða nýtt ákvæði lyfjalaga til bráðabirgða sem ætla má að sé til komið vegna kórónuveirunnar. Málið var ekki á upprunalegri dagskrá þingfundar í dag og var það tekið á dagskrá með afbrigðum á nýjum þingfundi sem var boðaður strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og umræðu um fundarstjórn forseta. Málið var keyrt í gegnum allar þrjár umræður á nokkrum mínútum og þingfundi slitið og boðað til nýs fundar á milli umræða. „Til 31. desember 2020 er Lyfjastofnun heimilt að leggja bann við því að lyfjaheildsalar og markaðsleyfishafar selji eða flytji tilteknar birgðir lyfs úr landi þegar fyrirséð er að slíkur útflutningur geti haft þau áhrif á framboð lyfsins hér á landi að það ógni lífi og heilsu manna eða dýra,“ segir í ákvæðinu. Að því er fram kemur í greinargerð með frumvarpinu er með þessu verið að bregðast við aðstæðum sem geta komið upp „vegna svokallaðs samhliða útflutnings.“ Þykir nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld hafi slíka heimild, jafnvel þótt um sé að ræða inngrip á markaði sem skilgreina megi sem takmörkun frjálsra vöruviðskipta innan EES. Rökstuðningur hvað þetta varðar er nánar rakinn í greinargerðinni. Þær hömlur sem frumvarpið kveður á um eru sagðar liður í því að draga úr lyfjaskorti, svo sem vegna farsótta „eða annarra tilvika þar sem hætta er á að gengið verði á lyfjabirgðir í landinu, og byggjast á ríkri almenningsþörf,“ líkt og segir í greinargerð. Þær skorður eru sagðar nauðsynlegur þáttur í því að tryggja nauðsynlegar lyfjabirgðir. „Frumvarpið hefur verið samið með það að leiðarljósi að efni þess samræmist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, einkum að því er varðar vernd eignarréttar, atvinnufrelsi og bann við mismunun,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Frumvarpið er flutt af velferðarnefnd Alþingis en málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun. Frumvarpið var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum þeirra þingmanna sem viðstaddir voru atkvæðagreiðsluna.
Alþingi Lyf Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira