Rauk á dyr vegna svara dómsmálaráðherra um útlendingamál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:40 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki. Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, virtist ekki sáttur við svör Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans um útlendingamál á Alþingi í dag. Helgi Hrafn yfirgaf þingsalinn áður en Áslaug Arna hafði lokið við síðara andsvar í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Helgi Hrafn spurði Áslaugu meðal annars hvort til stæði að endurskoða vinnubrögð í tengslum við brottvísun barna úr landi og til Grikklands í þeim tilfellum sem umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. Nokkru áður hafi hann átt samtal við ráðherra á Alþingi þar sem fram kom að Ísland sendi fólk ekki til baka til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar svokölluðu. Aftur á móti hafi honum þá láðst að nefna það að Ísland sendi fólk og jafnvel börn til Grikklands, hafi það þegar fengið stöðu flóttamanns þar í landi. „Ég skil vel lagatæknina á bak við þetta, að þetta séu ekki Dyflinnarmál. Það bara breytir því ekki að aðstæður í Grikklandi eru óboðlegar, sér í lagi fyrir börn eins og Rauði krossinn hefur ítrekað bent á,“ sagði Helgi Hrafn meðal annars. Spurði hann ráðherra því hvort til stæði að „að breyta þeim forkastanlegu vinnubrögðum,“ líkt og Helgi Hrafn orðaði það. Hvort sem börn hafi stöðu flóttamanns í Grikklandi eða ekki séu aðstæður þar í landi ekki boðlegar. „Það hefur ítrekað verið bent á þetta af hálfu Rauða krossins. Ég sé ekki betur en að UNICEF taki undir að það standist ekki lagakröfur Íslands gagnvart íslenskum barnaverndarlögum og barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að senda börn í þessar óboðlegu aðstæður,“ sagði Helgi. Ráðherra segir mun vera á aðstæðum Áslaug Arna sagði mun vera á þessum svokölluðu verndarmálum og Dyflinnarmálum. „Verndarmálin eru þau mál sem koma inn í okkar kerfi þar sem einstaklingar hafa hlotið vernd í einhverju öðru ríki nú þegar. Það er þó ekki þannig að þau mál séu afgreidd sjálfkrafa út af borðinu heldur er einstaklingsbundið mat á þeim málum líkt og öllum öðrum málum,“ sagði Áslaug. Árið 2010 hafi verið hætt að senda fólk til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar þar sem fátt annað bíði þess þar en líf í flóttamannabúðum. „Aftur á móti þegar fólk hefur fengið vernd, hefur stöðu flóttamanns, hefur það sambærileg lagaleg réttindi og þeir sem fá vernd í öðrum ríkjum. Það er það fær dvalarleyfi og á rétt á heilbrigðisþjónustu, á menntakerfinu, má vinna, hefur rétt á að ganga í skóla og fær sjálfkrafa aðgang að vinnumarkaðnum og getur eftir þrjú ár fengið grískan ríkisborgararétt,“ sagði Áslaug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.vísir/vilhelm Þrátt fyrir þetta séu stjórnvöld meðvituð um að staðan í Grikklandi sé ekki góð. „Þetta er metið hverju sinni, umsækjendur fá einstaklingsbundið mat eða efnismeðferð hér á landi og það hefur ekkert ríki í Evrópu hætt endursendingum á umsækjendum um alþjóðlega vernd sem þegar hafa hlotið vernd í Grikklandi, ekki Norðurlöndin sem við höfum leitast til að vera samstiga við í framkvæmd okkar,“ sagði Áslaug ennfremur. Spyr hvernig fólk sofi á nóttunni Í síðari ræðu sinni ítrekaði Helgi Hrafn að hann skyldi hinar lagatæknilegu hliðar málsins. Aftur á móti geti hann ekki skilið „hvernig fólk sefur á næturnar sem aðhyllist hana.“ Því kalli hann eftir svörum við því hvort þessu standi til að breyta. Í síðara andsvari sagði Áslaug Arna að það væri rangt hjá Helga Hrafni að halda því fram að hér séu „allar dyr lokaðar og ekki sagt já við neinum nema í ýtrustu neyð,“ að því er fram kom í máli Áslaugar. Kerfið hér á landi sé þannig byggt upp að forgangsraðað sé í þágu þeirra sem séu í raunverulegri neyð. Yfir 500 manns hafi fengið vernd hér á landi í fyrra og það sé há tala í samanburði við löndin í kringum okkur. Heyrðist Helgi Hrafn þá kalla úr salnum áður en hann rauk á dyr. „Svo má sú umræða alltaf vera uppi hvernig kerfið okkar eigi að vera en það verður að vera gagnsætt, það verður að gæta jafnræðis við afgreiðslu mála og tryggja að þeir sem eru í sömu aðstæðum fái sömu afgreiðslu. Það hafa um 35 einstaklingar verið sendir til Grikklands frá 2015 en ekki hundruð manna eins og kannski er ýjað að,“ sagði Áslaug. „Ég sé að háttvirtur þingmaður hefur engan áhuga á að hlusta á svörin eða ræða þessi mál af einhverri yfirvegun, enda rýkur hann hér á dyr,“ sagði Áslaug. Í samtali við fréttastofu segist Helgi Hrafn hafa gengið úr salnum þar sem honum hafi misboðið skortur á svörum ráðherra. Það sé að hans mati óforsvaranlegt að börnum sé vísað úr landi og til Grikklands, óháð því hvort þau og fjölskyldur þeirra hafi fengið alþjóðlega vernd þar í landi eða ekki.
Alþingi Flóttamenn Grikkland Hælisleitendur Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira