Starfsmaður Landspítalans með kórónuveiruna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:03 Frá upplýsingafundi um veiruna í dag. vísir/vilhelm Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Fimm ný tilfelli af kórónuveirunni voru greind í dag og eru staðfest smit hér á landi því orðin fjórtán. Allir smituðust erlendis, ellefu komu í flugi frá Veróna og þrír frá München eftir skíðaferð í Austurríki. Fólkið er í einangrun en ekki alvarlega veikt. Einn þeirra smituðu starfar á Landspítalanaum og eru nú um tuttugu starfsmenn spítalans í sóttkví. Yfirmaður smitsjúkdóma hefur áhyggjur af því að veiran lami starfsemina. Á blaðamannafundi almannavarna kom fram að hættumat vegna kórónuveirunnar gengi út frá því að faraldurinn muni ganga yfir á nokkrum vikum; sem gætu til dæmis verið átta til tólf. „Við eigum eftir að vera hérna að tala saman og fara yfir þessa hluti í einhverja mánuði,“ sagði Víðir Reynisson, deildarstjóri hjá almannavörnum á fundinum í dag. Sálfræðingur Rauða krossins sagði heilbrigðan kvíða gagnlegan að vissu leyti. Fólk fylgi þá frekar gefnum fyrirmælum. Mikilvægt væri þó að halda ró gagnvart börnum. „Það er alveg nóg að börn viti að það sé eitthvað hræðilegt í gangi en hvað þá að mamma og pabbi eða annað fullorðið fólk í kring sé alveg að fara á límingunum. Þá er þeirra öryggi farið,“ sagði Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur á fundinum í dag. Yfir þrjú hundruð manns eru nú í sóttkví. Talið er að búið sé að ná til allra Íslendinga sem hafa verið að koma frá áhættusvæðum. Aðrir í sóttkví eru þeir sem teljast útsettir fyrir smiti. Í því felst að einstaklingur hafi verið í innan við eins til tveggja metra fjarlægð við staðfest smit í meira en korter. Heimsóknir verða takmarkaðar vegna kórónuveirunnar. Á meðal þeirra sem eru í sóttkví eru læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á Landspítalanum og voru í skíðaferð. „Það eru um og yfir 20 starfsmenn nú þegar í sóttkví. Við höfum verið að greina veirusýkingar og langflestir eru með eitthvað annað en COVID-19. En þó er starfsmaður sem er með staðfest smit og er í einangrun,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum. Sá mætti ekki til vinnu eftir heimkomu en vel er fylgst með heilsu allra starfsmanna. Starfsfólk hefur raunar verið beðið um að fresta ferðalögum enda segir Már útbreiðslu meðal starfsfólks helsta áhyggjuefnið. Sem að gæti þá lamað starfsemi spítalans. „Við höfum séð dæmi um það frá Osló til dæmis að heilu sjúkrahúsin hafa verið í mikilli rekstraráhættu bara vegna veikinda starfsfólks,“ segir Már. Til að draga úr áhættu fyrir starfsfólk og sjúklinga verða heimsóknir takmarkaðar. „Við biðlum til fólks sem er með öndunarfæraeinkenni að koma alls ekki inn á sjúkrastofnanir og heldur ekki að heimsækja ættingja á öldunarstofnunum,“ segir Már. „Við viljum hafa stjórn á því hverjir eru að koma inn á spítalann þannig við missum þetta ekki úr böndunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent