Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18