Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent