Ábyrg afstaða Stefán Pétursson skrifar 7. mars 2020 09:00 Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun