Einelti foreldra á börnum sínum Matthildur Björnsdóttir skrifar 9. mars 2020 20:00 Goðsögnin um barneignir heldur áfram, eins og hefur verið eins lengi og flestir muna og mun trúlega halda áfram á meðan að mannkyn lifir hér á jörðu. En meðferð á þeim sem hafa fæðst hefur ekki alltaf verið í sama anda. Það er af því að veruleikinn er oft annar þegar á reynir, en hinn ljúfi draumur var. Sá draumur gerist í þeim hluta heilans sem hefur því miður ekki nærri alltaf neitt samband við hversdagslega veruleikann um barnið sem einstakling. Staðreyndin er að það hafa ekki nærri allir sem hafa fætt börn í heiminn óskað eftir þeim, þráð þau eða viljað, en enda samt uppi með þau. Það gerðist enn oftar fyrir daga getnaðarvarna og þungunarrofa, en gerist samt enn í dag. Svo gerist það stundum að foreldrið sem hafði engin tök á að kvarta yfir hinu ó-óskaða eftir lífi, getur svo ekki umborið það: Það lítur ekki rétt út, það er ekki eins fallegt og foreldrið taldi að það ætti að verða, öll hegðun og tilvist þess í gegn um árin, pirrar foreldrið af því að tilvera þess minnir mikið á þeirra brostnu drauma. Þegar það barn er orðið málfara þá byrja hinar leynilegu munnlegu árásir. Afleiðingin verður þá oft sérstök tegund af einelti til þegar það foreldri er eitt með því barni. Þeir foreldrar demba þá sínum eigin sárum á börn sín á þann hátt að þeir rífa styrk þeirra niður í stað þess að byggja upp. Foreldrið vill ekki láta aðra vita um vansælu sína af því að það væri smán. Um aldir komust foreldrar upp með bæði einelti, og barsmíð á börnum sínum í leyni, svo að engir aðrir sæju, og með eitruðum og neikvæðum orðum til barnsins eða unglings, og af því tagi að það sá til þess að barnið eða unglingurinn gæti ekki kvartað til neins annars einstaklings, eða borið hönd fyrir höfuð sér. Ofan á það var því skipað að það mætti ekki klaga til neins um það sem hafði gerst. Eða að þögnin var af því tagi að það hvarflaði ekki að foreldrinu að barnið myndi nokkurn tíma opna munninn um meðferðina á sér. Það taldi sig heilagt og yfir alla gagnrýni hafið. Engin orð ættu að þurfa um það. Einelti í munnlegum árásum frá foreldrum getur gengið á í áratugi án þess að neinn annar viti um það. Það er vegna þess að eins og Dr Phil segir að þegar börn fá slíkt að sér, yfir sig og inn í sig frá því foreldri, sem eitthvað í þeim veit ómeðvitað, að eigi að elska sig en geri það ekki. Þá kennir barnið sjálfu sér um hið slæma ástand í foreldrinu. Hvort sem það er móðir eða faðir. Eða ef afi eða annar ættingi hafa tekið við því og eiga að sjá um það en hafa andstyggð á því. Afkvæmin verða þá að sjá um sig sjálf hið innra, án hinnar mikilvægu sjálfs uppbyggingar sem það á að eiga rétt á, það sem eftir sé af þeim tíma sem varið sé með fjölskyldu eða ætt. Nú fyrst er skilningur að koma fram í dagljósið um áhrif slíks í heilum og tilfinningakerfum mannkyns, körlum sem konum. Það sem mjög margir enda uppi með, er upplifun á algeru virðisleysi sem er ekki það sem við vitum öll að við eigum rétt á, á röksviði. Heldur er það hvernig níðið hefur skaðað innviðina, heilabú og taugakerfin og deyfir oft frumkvæði í þeim einstaklingum sem verða undir í slíkri meðferð. og þau missa trú á að þau geti gert hluti sem þeim langaði kannski til að gera. Mannverur sem þá lenda oft í störfum sem endurspegla ekki hver þau séu og gætu hafa verið án þessarar mismeðferðar, heldur lenda í láglaunavinnu eða hverju sem þau geta fengið vinnu við, án þess að þurfa próf upp á það. Og Þau upplifa djúpt virðisleysi á tilfinningasviði, og það oft án þess að skilja hvaðan þessi tilfinning sé. Munnleg mismeðferð sem kallast andlegt ofbeldi í dag, en hefur kannski ekki verið upplifuð sem ofbeldi í þolanda þegar mismeðferðin var að gerast. Heldur lifir hún í þolandanum sem langtíma smáskammta eitruð níðing foreldris sem hefur yfirráð yfir barni eða unglingi, sem þá smá heggur úr barni, unglingi og ungum svokölluðum fullorðnum einstaklingum öllu um sig sem mannveru með virði. Þá er haturs tónn orða oft áhrifameiri sem skilaboðin til einstaklingsins um sjálfan sig, en orðin sjálf og skaða taugarnar enn meira. Slík mismeðferð getur verið af ótal stigum og gráðum og unnið gegn allri sjálfsbjargarviðleitni og sköpunarafli einstaklingsins, og hreinlega eytt öllu afli til að standa upp fyrir sjálfu sér. Þá fer svo margt niður eins og það sé sett um borð í kafbát og geymt í áratugi. Hvar svo sem kerfin hafa sett það í geymslu. Og bíða svo birtingar í óákveðinn tíma. Og það er algengt að slíkt hafi ekki fengið birtingu fyrr en eftir hálfa öld eða meira En nú á tímum með yngri kynslóðir getur það kannski verið örfá ár eins og hefur komið fram í fjölmiðlum hér í Ástralíu. Virðisleysi sem er mun dýpra en fólk hefur almennt skilið. Það er djúp oft næstum ómeðvituð tilfinning sem dregur þá úr drifi og kjarki til að stefna hærra fyrir sig, og birtist þá oft í því hvernig sá einstaklingur leyfir öðrum að koma illa fram við sig, án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Nema ef það er eitthvað í einstaklingnum sem lætur hann eða hana kúpla á aðra rás og gera rétta hluti fyrir líf sitt. Það tekst samt ekki nærri öllum í því ástandi að gera. Þá er ég ekki að tala um stöður sem slíkar. Heldur að þau fái það mesta og besta út úr hæfileikum sínum. Virðisleysið sem ég tala um er á tilfinningasviði- heila og taugakerfis sviðum og kemur frá því hvernig barnið upplifði foreldra sína og umhverfi. Upplifun tilfinningalegs vanmáttar undir niðri, sem þá fer beint inn í kerfin í líkamanum, en ekki upp í rökvitundina til afgreiðslu. Sú tilfinning situr oft ansi lengi í einstaklingum af því að sá sannleikur um tilfinningalegt virði og eða virðisleysi var ekki til í veruleika heimi þjóða og kannski ekki hjá sálfræðingum eða geðlæknum heldur. En skilningur á því atriði er að birtast á ýmsan hátt í bókum og sjónvarpsþáttum hér í Ástralíu. Upp-eldi er að byggja upp sjálfvirði og annað í einstaklingnum til að hann eða hún hafi nægt sjálfsöryggi til að kunna að vera gagnleg og virk í samfélaginu, og í því sem valið er sem starf og þjónusta til samfélagsins. En þessi börn fá ekki UPP-ELDI, því að þau eru rifin niður. Tjáning um slíka mismeðferð frá barni um mismeðferð foreldra á sér er svo flókið vegna þess ætlaða sambands sem eigi að vera á milli foreldra og barna þeirra. En er því miður ekki alltaf samkvæmt goðsögninni. Þá er oft enn erfiðara og á mun dýpri mið að sækja hið innra. Sem og meiri styrk fyrir þá einstaklinga sem það gera, að fá upp til að hafa það í sér að tjá sannleika sinn til almennings. Samt er þess þörf í von um að einhver þróun og vöknun verði um slíkar meðferðir. Þess ber að geta að mismeðferð foreldra á börnum sínum er ekki í einrúmi, þó að það sem slíkt hafi ekki fengið neina athygli. Af því að það er ábyggilega líka tengt við vansælar sálir almennt séð. Þá er heimilisofbeldi sem fær þá athygli, sem einelti foreldra á börnum sínum hefur ekki fengið, líka hluti af samskonar tilfinningalegu ástandi. Vansælar sálir að fá útrás. Vinnan til að snúa því virðisleysi við, er á við að taka flísatöng í sín eigin tjáskipti við sitt fólk og þegar ósanngjörn hegðun kemur að manni. Ég veit ekki hvort að sú upplifun sé almennt skilin á Íslandi í dag. Af því að það er annað en það að vita röklega að við höfum öll virði. Ég lærði að skynja þetta og skilja í mér fyrst, og svo í ótal öðrum einstaklingum.Matthildur Björnsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Goðsögnin um barneignir heldur áfram, eins og hefur verið eins lengi og flestir muna og mun trúlega halda áfram á meðan að mannkyn lifir hér á jörðu. En meðferð á þeim sem hafa fæðst hefur ekki alltaf verið í sama anda. Það er af því að veruleikinn er oft annar þegar á reynir, en hinn ljúfi draumur var. Sá draumur gerist í þeim hluta heilans sem hefur því miður ekki nærri alltaf neitt samband við hversdagslega veruleikann um barnið sem einstakling. Staðreyndin er að það hafa ekki nærri allir sem hafa fætt börn í heiminn óskað eftir þeim, þráð þau eða viljað, en enda samt uppi með þau. Það gerðist enn oftar fyrir daga getnaðarvarna og þungunarrofa, en gerist samt enn í dag. Svo gerist það stundum að foreldrið sem hafði engin tök á að kvarta yfir hinu ó-óskaða eftir lífi, getur svo ekki umborið það: Það lítur ekki rétt út, það er ekki eins fallegt og foreldrið taldi að það ætti að verða, öll hegðun og tilvist þess í gegn um árin, pirrar foreldrið af því að tilvera þess minnir mikið á þeirra brostnu drauma. Þegar það barn er orðið málfara þá byrja hinar leynilegu munnlegu árásir. Afleiðingin verður þá oft sérstök tegund af einelti til þegar það foreldri er eitt með því barni. Þeir foreldrar demba þá sínum eigin sárum á börn sín á þann hátt að þeir rífa styrk þeirra niður í stað þess að byggja upp. Foreldrið vill ekki láta aðra vita um vansælu sína af því að það væri smán. Um aldir komust foreldrar upp með bæði einelti, og barsmíð á börnum sínum í leyni, svo að engir aðrir sæju, og með eitruðum og neikvæðum orðum til barnsins eða unglings, og af því tagi að það sá til þess að barnið eða unglingurinn gæti ekki kvartað til neins annars einstaklings, eða borið hönd fyrir höfuð sér. Ofan á það var því skipað að það mætti ekki klaga til neins um það sem hafði gerst. Eða að þögnin var af því tagi að það hvarflaði ekki að foreldrinu að barnið myndi nokkurn tíma opna munninn um meðferðina á sér. Það taldi sig heilagt og yfir alla gagnrýni hafið. Engin orð ættu að þurfa um það. Einelti í munnlegum árásum frá foreldrum getur gengið á í áratugi án þess að neinn annar viti um það. Það er vegna þess að eins og Dr Phil segir að þegar börn fá slíkt að sér, yfir sig og inn í sig frá því foreldri, sem eitthvað í þeim veit ómeðvitað, að eigi að elska sig en geri það ekki. Þá kennir barnið sjálfu sér um hið slæma ástand í foreldrinu. Hvort sem það er móðir eða faðir. Eða ef afi eða annar ættingi hafa tekið við því og eiga að sjá um það en hafa andstyggð á því. Afkvæmin verða þá að sjá um sig sjálf hið innra, án hinnar mikilvægu sjálfs uppbyggingar sem það á að eiga rétt á, það sem eftir sé af þeim tíma sem varið sé með fjölskyldu eða ætt. Nú fyrst er skilningur að koma fram í dagljósið um áhrif slíks í heilum og tilfinningakerfum mannkyns, körlum sem konum. Það sem mjög margir enda uppi með, er upplifun á algeru virðisleysi sem er ekki það sem við vitum öll að við eigum rétt á, á röksviði. Heldur er það hvernig níðið hefur skaðað innviðina, heilabú og taugakerfin og deyfir oft frumkvæði í þeim einstaklingum sem verða undir í slíkri meðferð. og þau missa trú á að þau geti gert hluti sem þeim langaði kannski til að gera. Mannverur sem þá lenda oft í störfum sem endurspegla ekki hver þau séu og gætu hafa verið án þessarar mismeðferðar, heldur lenda í láglaunavinnu eða hverju sem þau geta fengið vinnu við, án þess að þurfa próf upp á það. Og Þau upplifa djúpt virðisleysi á tilfinningasviði, og það oft án þess að skilja hvaðan þessi tilfinning sé. Munnleg mismeðferð sem kallast andlegt ofbeldi í dag, en hefur kannski ekki verið upplifuð sem ofbeldi í þolanda þegar mismeðferðin var að gerast. Heldur lifir hún í þolandanum sem langtíma smáskammta eitruð níðing foreldris sem hefur yfirráð yfir barni eða unglingi, sem þá smá heggur úr barni, unglingi og ungum svokölluðum fullorðnum einstaklingum öllu um sig sem mannveru með virði. Þá er haturs tónn orða oft áhrifameiri sem skilaboðin til einstaklingsins um sjálfan sig, en orðin sjálf og skaða taugarnar enn meira. Slík mismeðferð getur verið af ótal stigum og gráðum og unnið gegn allri sjálfsbjargarviðleitni og sköpunarafli einstaklingsins, og hreinlega eytt öllu afli til að standa upp fyrir sjálfu sér. Þá fer svo margt niður eins og það sé sett um borð í kafbát og geymt í áratugi. Hvar svo sem kerfin hafa sett það í geymslu. Og bíða svo birtingar í óákveðinn tíma. Og það er algengt að slíkt hafi ekki fengið birtingu fyrr en eftir hálfa öld eða meira En nú á tímum með yngri kynslóðir getur það kannski verið örfá ár eins og hefur komið fram í fjölmiðlum hér í Ástralíu. Virðisleysi sem er mun dýpra en fólk hefur almennt skilið. Það er djúp oft næstum ómeðvituð tilfinning sem dregur þá úr drifi og kjarki til að stefna hærra fyrir sig, og birtist þá oft í því hvernig sá einstaklingur leyfir öðrum að koma illa fram við sig, án þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Nema ef það er eitthvað í einstaklingnum sem lætur hann eða hana kúpla á aðra rás og gera rétta hluti fyrir líf sitt. Það tekst samt ekki nærri öllum í því ástandi að gera. Þá er ég ekki að tala um stöður sem slíkar. Heldur að þau fái það mesta og besta út úr hæfileikum sínum. Virðisleysið sem ég tala um er á tilfinningasviði- heila og taugakerfis sviðum og kemur frá því hvernig barnið upplifði foreldra sína og umhverfi. Upplifun tilfinningalegs vanmáttar undir niðri, sem þá fer beint inn í kerfin í líkamanum, en ekki upp í rökvitundina til afgreiðslu. Sú tilfinning situr oft ansi lengi í einstaklingum af því að sá sannleikur um tilfinningalegt virði og eða virðisleysi var ekki til í veruleika heimi þjóða og kannski ekki hjá sálfræðingum eða geðlæknum heldur. En skilningur á því atriði er að birtast á ýmsan hátt í bókum og sjónvarpsþáttum hér í Ástralíu. Upp-eldi er að byggja upp sjálfvirði og annað í einstaklingnum til að hann eða hún hafi nægt sjálfsöryggi til að kunna að vera gagnleg og virk í samfélaginu, og í því sem valið er sem starf og þjónusta til samfélagsins. En þessi börn fá ekki UPP-ELDI, því að þau eru rifin niður. Tjáning um slíka mismeðferð frá barni um mismeðferð foreldra á sér er svo flókið vegna þess ætlaða sambands sem eigi að vera á milli foreldra og barna þeirra. En er því miður ekki alltaf samkvæmt goðsögninni. Þá er oft enn erfiðara og á mun dýpri mið að sækja hið innra. Sem og meiri styrk fyrir þá einstaklinga sem það gera, að fá upp til að hafa það í sér að tjá sannleika sinn til almennings. Samt er þess þörf í von um að einhver þróun og vöknun verði um slíkar meðferðir. Þess ber að geta að mismeðferð foreldra á börnum sínum er ekki í einrúmi, þó að það sem slíkt hafi ekki fengið neina athygli. Af því að það er ábyggilega líka tengt við vansælar sálir almennt séð. Þá er heimilisofbeldi sem fær þá athygli, sem einelti foreldra á börnum sínum hefur ekki fengið, líka hluti af samskonar tilfinningalegu ástandi. Vansælar sálir að fá útrás. Vinnan til að snúa því virðisleysi við, er á við að taka flísatöng í sín eigin tjáskipti við sitt fólk og þegar ósanngjörn hegðun kemur að manni. Ég veit ekki hvort að sú upplifun sé almennt skilin á Íslandi í dag. Af því að það er annað en það að vita röklega að við höfum öll virði. Ég lærði að skynja þetta og skilja í mér fyrst, og svo í ótal öðrum einstaklingum.Matthildur Björnsdóttir.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar