Þreytandi mas um þjóðareign Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. ágúst 2020 12:00 Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Sjávarútvegur Samherjaskjölin Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mikið gladdi það mig að sjá grein Brynjars Níelssonar hér á Vísi gær; að átta mig á því að ástæða þess að þingmaðurinn rígheldur enn í stuðning sinn við gamaldags og ósanngjarnt kerfi er sú að hann heldur að ekkert annað sé í boði. Þingmaðurinn segir í grein sinni að stjórnarandstaðan ali á öfund með sífelldu masi um að þjóðin fái ekki réttláta hlutdeild af sjávarauðlindinni án þess að koma með tillögur að betra kerfi. Ég veit að tuðið í stjórnarandstöðunni getur verið óttalega þreytandi. Sérstaklega þegar boðin að ofan eru þau að stjórnarþingmenn eigi alls ekki að taka undir eða samþykkja nokkuð sem þaðan kemur. En mér er samt bæði ljúft og skylt að benda Brynjari á nokkuð sem hefur greinilega farið fram hjá honum í þingstörfunum síðustu ár. Frá því að Viðreisn flaug inn á þing haustið 2016 höfum við verið óþreytandi að tala fyrir breytingum á fyrirkomulagi gjaldtöku fyrir afnot af sjávarauðlindinni, fyrir opnara aflahlutdeildarkerfi. Nefnd sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, setti á laggirnar sem sjávarútvegsráðherra til að freista þess að ná samkomulagi á þingi um þessi mál, náði þeim árangri á sínum stutta starfstíma að fulltrúar allra flokka í nefndinni nema Sjálfstæðisflokks lýstu stuðningi við það grundvallarsjónarmið að gjaldtaka skyldi miðast við tímabundin afnot af fiskveiðiauðlindinni. Það er forsenda þess að tryggja sameign þjóðarinnar og koma í veg fyrir að ævarandi eignarréttur útgerðarinnar festist í sessi. Tímabundnir samningar eru líka nauðsynlegir til að tryggja rekstrarlegt öryggi útgerðarfyrirtækja með sanngjörnum hætti og til að eyða lagalegri óvissu. Þegar þetta tímabundna auðlindaákvæði verður fest í sessi, því það mun gerast, þá tökum við næsta skref. Það felst í því að ná samstöðu um hversu stór hluti kvótans verður settur á markað hverju sinni, en eins og augljóst má vera, þá er sala á opnum markaði leiðin sem best endurspeglar arðsemi nýtingar auðlindarinnar á hverjum tíma. Núverandi gjaldtöku yrði sem sagt hætt, en í stað þess yrðu lausir samningar seldir á markaði. Þetta síðastnefnda mætir reyndar andstöðu í Sjálfstæðisflokknum líka, eins merkilegt og það nú er, að flokkur sem vill láta kenna sig við frjáls markaðsviðskipti, hafnar akkúrat þessu frelsi þegar það skiptir mestu fyrir almannahag. Það er full ástæða til að taka brýningu Brynjars alvarlega. Við þurfum greinilega að masa meira á þingi svo skilaboðin nái daufum eyrum stjórnarþingmanna. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun