Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 08:16 Frá tilraunaflugi Boeing 737-Max vélar í Seattle fyrr í sumar. Getty Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira