Boeing kallar MAX-vélarnar nú nýju nafni Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 08:16 Frá tilraunaflugi Boeing 737-Max vélar í Seattle fyrr í sumar. Getty Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla. Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Í yfirlýsingu bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vegna kaupa pólsks flugfélags á fjórum Max-vélum eru umræddar vélar kallaðar nýju nafni. Vélarnar, sem hafa gengið undir nafninu Boeing 737-Max, eru þar kallaðar Boeing 737-8, áður en tekið er fram að um Max-vélar sé að ræða. Í frétt Guardian segir að nýja nafnið hafi til þessa einungis verið notað innanhúss hjá Boeing, en nú virðist sem að Boeing ætli sér að nota Boeing 737-8 opinberlega. Í yfirlýsingunni greinir Boeing frá því að pólska flugfélagið Enter Air SA hafi ákveðið að fjárfesta í fjórum vélum með möguleika á kaupum á tveimur til viðbótar. Haft er eftir Grzegorz Polaniecki, forstjóra Enter Air, að nauðsynlegt sé að huga að framtíðinni og hafi flugfélagið ákveðið að kaupa fleiri 737-8 vélar. „ Í kjölfar þeirra ströngu prófana sem 737-Max vélarnar hafa gengist undir, er ég sannfærður um að þetta verði besta flugvélin í heimi næstu árin.“ Enn er ekki búið að gefa grænt ljós á að Max-vélarnar fari aftur í loftið, en þær voru allar kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys á skömmum tíma. Fórust alls 350 manns í slysunum - annars vegar í Indónesíu árið 2018 og hins vegar í Eþíópíu 2019. Í yfirlýsingu frá Boeing í síðustu viku kom fram að viðskiptavinir hafi afturkallað á fimmta hundrað pantana Max-véla.
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Pólland Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira