Það sem við getum gert fyrir heilsuna okkar Jóhanna Eyrún Torfadóttir skrifar 20. ágúst 2020 07:00 Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matur Heilsa Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar stefnir í að heimsbyggðin muni glíma við afleiðingar af Covid-19 næstu misserin sem og sinna forvörnum til að hindra eða minnka líkur á smiti er tilefni til að vekja athygli á því að við megum ekki gleyma öðrum algengum sjúkdómum sem ógna heilsu fólks. Dauðsföll vegna krabbameina eru ein algengasta dánarorsök á Íslandi – sér í lagi þegar skoðuð eru ótímabær dauðsföll. Þá er átt við að andlát fyrir 75 ára aldur sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með viðeigandi meðferð eða forvörnum. Heilsusamlegur lífsstíll getur haft jákvæð áhrif á ónæmiskerfi líkamans og haft áhrif á hvernig við erum í stakk búin til að takast á við smitsjúkdóma. Áhrifin af heilsusamlegum lífsstíl byggjast líka upp yfir lengri tíma og draga úr líkum á mörgum krónískum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og krabbameinum. Einstaklingar sem ástunda heilsusamlegan lífsstíl veikjast líka, en líkurnar eru minni. Lengi hefur verið vitað að hægt er að koma í veg fyrir marga sjúkdóma (líkamlega og andlega) með reglulegri hreyfingu og fjölbreyttu og hollu mataræði. Hægt er að koma í veg fyrir 4 af hverjum 10 krabbameinstilvikum með reykleysi, hollu mataræði og reglulegri hreyfingu. Sé ráðleggingum í krabbameinsforvörnum fylgt er líka hægt að minnka hættuna á hjarta- og æðasjúkdómum og sykursýki. Í júní á þessu ári birtu sérfræðingar hjá bandarísku krabbameinsstofnuninni samantekt og ráðleggingar byggðar á faraldsfræðilegum rannsóknum sem gerðar hafa verið á tengslum lífsstíls við krabbamein. Í þessari yfirferð sem hér er sagt frá var stuðst við samantektir annarra fræðistofnanna sem og nýjustu rannsóknir á þessu sviði. Tekið skal fram að ráðleggingar um lífsstíl í þeim tilgangi að minnka líkur á krabbameinum gilda líka fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þó er ekki hægt að fara nákvæmlega eftir þeim meðan á krabbameinsmeðferð stendur. Til eru sértækari næringarráðleggingar fyrir ýmsa fylgikvilla sem geta komið upp meðan á meðferð stendur Í megindráttum er mælt með því að við: ·hreyfum okkur daglega ·stefnum að hæfilegri líkamsþyngd og reynum að forðast að þyngjast mikið á fullorðinsárum ·borðum fæðutegundir sem eru næringarríkar og hjálpa til við að viðhalda hæfilegri líkamsþyngd ·takmörkum eða sleppum neyslu á rauðu kjöti, unnum kjötvörum, sykruðum drykkjum, fínunnum kornvörum og mikið unnum matvörum ·sleppum áfengi Aðalbreytingar nýju ráðlegginganna eru áhersla á hreyfingu, að borða ríkulega úr jurtaríkinu, forðast unnar kjötvörur og að best sé að sleppa áfengi. Hér fer ég nánar yfir þessar áherslur. Hreyfum okkur meira en áður hefur verið ráðlagt – 5 klukkutíma á viku Í nýju bandarísku ráðleggingunum er mælt með því að hreyfa sig í 5 tíma á viku sem samsvarar ca. 43 mínútum á dag. Hér er verið átt við miðlungserfiða hreyfingu eins og rösklega göngu, dans og hjólreiðar (ekki keppnis). Ef við hreyfum okkur af meiri ákefð (til dæmis með hlaupum, sundi og annarri þolþjálfun) við hærri púls (hraðari öndun) þá er miðað við að hreyfa sig við slíka ákefð í 2,5 tíma á viku. Það samsvarar ca 21 mínútu á dag. Inni í þessum tíma er mælt með því að nota tvo daga á viku í styrktarþjálfun. Ráðleggingar frá Embætti landlæknis um hreyfingu mæla með því að allir fullorðnir hreyfi sig að lágmarki í 30 mínútur daglega. Einnig er ráðlagt að börn og unglingar hreyfi sig að lágmarki í klukkutíma á dag. Fyrir alla jafnt unga sem aldna gildir að vera ekki of lengi fyrir framan sjónvarpið, tölvuna og snjalltækin . Það er mikilvægt að standa reglulega upp og gera eitthvað annað til að minnka tímann sem fer í kyrrsetu og hreyfir við blóðrásarkerfinu. Aukum hlut jurtafæðis í mataræðinu – takmörkum unnar kjötvörur eða sleppum þeim Áfram er mesta áherslan lögð á jurtafæðið til að minnka líkur á krabbameinum og snýst þetta um að borða vel af ávöxtum, grænmeti, heilkornavörum og baunum. Fyrir alla þessa fæðuflokka gildir að borða fjölbreytt – Ef okkur finnst banani góður má samt líka borða fleiri ávaxtategundir til að tryggja fjölbreytni. Þannig fáum við fleiri næringarefni. Heilkornavörur eru vörur á borð við gróft brauð, hrökkbrauð, heilhveitipasta, hýðishrísgrjón, kínóa og ákveðnar tegundir af múslí og morgunkorni. Þessar vörur eru gjarnan merktar með Skráargatinu eða heilkornamerkinu. Fæðutegundir sem mælt er með að takmarka eða sleppa eru rautt kjöt (hámark 500 grömm á viku) og þá sérstaklega unnar kjötvörur (reyktar og saltar vörur), fínar kornvörur (hvítt hveiti, hvítt pasta, hvít hrísgrjón o.s.frv.), sykraðir drykkir og almennt mikið unnar matvörur eins og kex, kökur, djúpsteiktur matur sælgæti o.s.frv. Hér gildir að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis um mataræði og reyna að velja sem mest fæðutegundir sem eru lítið unnar. Vörur sem merktar eru með skráargatinu eru góður kostur með tilliti til næringargildis innan hvers vöruflokks. Best er að sleppa áfenginu Að lokum skal ítrekað að ekki eru til nein örugg mörk í neyslu á áfengi þegar kemur að krabbameinsáhættu. Áfengisneysla er tengd aukinni hættu á krabbameinum á sjö stöðum í líkamanum. Best er að sleppa áfengi, en ef við drekkum þá er mikilvægt að drekka hóflega. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu Heimildir og skylt efni: American Cancer Society guideline for diet and physical activity for cancer prevention Rautt eða hvítt? Heilsuráð Mottumars Heilsuvera Covid-19: Næring og matvæli
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun