Til varnar myrtum vini Sigurður Þórðarson skrifar 18. ágúst 2020 16:21 Það var fyrir meira en 20 árum og mér hefur ekki enn tekist að fyrirgefa Gerði Kristný fyrir þetta furðulega viðtal sem hún tók við Þórhall Ölversson, morðingja sem var gripinn var með blóðugar hendur eftir morðið á æskuvini mínum Agnari Agnarssyni. Sem ritstjóri Mannlífs gaf hún morðingjanum færi á að réttlæta verknaðinn meðal annars með því að bera á fórnarlamb sitt upplognar sakir um refsiverða háttsemi. Með þessu háttarlagi reyndi þáverandi ritstjóri Mannlífs að ræna ærunni af hinum látna, þótt fátt ef nokkuð styddi frásögn morðingjans, sem ritstjórinn þóttist trúa, vitandi að hinn látni gat ekki borið af sé sakir sem ritstjórinn tíundaði í blaði sínu. Þetta var áfall og viðbótar refsing fyrir okkur sem syrgðu látinn vin. Sem nánasti aðstandandi hafði ég fengið að skoða heimili Agnars, sem var morðvettvangurinn. Blóði drifin íbúðin bar það með sér að um ránmorð var að ræða, morðinginn hafði augljóslega leitað í bókahillum og gefið sér góðan tíma til að fletta bókum, blóðugum höndum. Fjöldi misdjúpra stungusára þöktu líkama fórnarlambsins og báru glöggt merki um hetjulega baráttu sem sennilega hefur tekið nokkrar klukkustundir. Þar sem ég var náinn vinur fórnarlambsins vill svo til að ég veit nákvæmlega um ástæðu ránmorðsins: Ástæðan var sú að Agnari hafði þá nýverið tæmst arfur og ég var einn örfárra sem vissi að hann geymdi allt féð í gjaldeyri á heimili sínu. Þessi vitneskja hafði illu heilli borist til morðingjans, Þórhalls Ölvissonar, fáum klukkustundum fyrir verknaðinn. Aldrei hefur verið upplýst hvað varð um alla peningana, sem voru í reiðufé eins og áður segir. Um þetta hef ég gefið skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessi skelfilega saga rifjaðist upp þegar ég las fréttir af því í fjölmiðlum að rithöfundurinn Gerður Kristný var að hæla sér af þessu framtaki sínu í hlaðvarpsþætti Ríkisútvarpsins. Þar yfirsést Gerði sorgin yfir voveiflegu morði en rithöfundurinn kemst á flug yfir spennandi ferð sinni á Litla-Hraun, þar sem rithöfundurinn þykist hafa náð fram óvæntri játningu. Mannorðsmorð er refsilaust sé sá er fyrir því verður þegar myrtur. Löglegt en fullkomlega siðlaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það var fyrir meira en 20 árum og mér hefur ekki enn tekist að fyrirgefa Gerði Kristný fyrir þetta furðulega viðtal sem hún tók við Þórhall Ölversson, morðingja sem var gripinn var með blóðugar hendur eftir morðið á æskuvini mínum Agnari Agnarssyni. Sem ritstjóri Mannlífs gaf hún morðingjanum færi á að réttlæta verknaðinn meðal annars með því að bera á fórnarlamb sitt upplognar sakir um refsiverða háttsemi. Með þessu háttarlagi reyndi þáverandi ritstjóri Mannlífs að ræna ærunni af hinum látna, þótt fátt ef nokkuð styddi frásögn morðingjans, sem ritstjórinn þóttist trúa, vitandi að hinn látni gat ekki borið af sé sakir sem ritstjórinn tíundaði í blaði sínu. Þetta var áfall og viðbótar refsing fyrir okkur sem syrgðu látinn vin. Sem nánasti aðstandandi hafði ég fengið að skoða heimili Agnars, sem var morðvettvangurinn. Blóði drifin íbúðin bar það með sér að um ránmorð var að ræða, morðinginn hafði augljóslega leitað í bókahillum og gefið sér góðan tíma til að fletta bókum, blóðugum höndum. Fjöldi misdjúpra stungusára þöktu líkama fórnarlambsins og báru glöggt merki um hetjulega baráttu sem sennilega hefur tekið nokkrar klukkustundir. Þar sem ég var náinn vinur fórnarlambsins vill svo til að ég veit nákvæmlega um ástæðu ránmorðsins: Ástæðan var sú að Agnari hafði þá nýverið tæmst arfur og ég var einn örfárra sem vissi að hann geymdi allt féð í gjaldeyri á heimili sínu. Þessi vitneskja hafði illu heilli borist til morðingjans, Þórhalls Ölvissonar, fáum klukkustundum fyrir verknaðinn. Aldrei hefur verið upplýst hvað varð um alla peningana, sem voru í reiðufé eins og áður segir. Um þetta hef ég gefið skýrslur bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Þessi skelfilega saga rifjaðist upp þegar ég las fréttir af því í fjölmiðlum að rithöfundurinn Gerður Kristný var að hæla sér af þessu framtaki sínu í hlaðvarpsþætti Ríkisútvarpsins. Þar yfirsést Gerði sorgin yfir voveiflegu morði en rithöfundurinn kemst á flug yfir spennandi ferð sinni á Litla-Hraun, þar sem rithöfundurinn þykist hafa náð fram óvæntri játningu. Mannorðsmorð er refsilaust sé sá er fyrir því verður þegar myrtur. Löglegt en fullkomlega siðlaust.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar