88 prósent BSRB-fólks samþykkti verkfallsboðun Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2020 11:06 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. „Um 87,6 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunum samþykktu boðun verkfalls hjá sínu félagi. Um 8,1 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 4,3 prósent skiluðu auðu í atkvæðagreiðslunum. Það er því ljóst að um 15.400 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eru á leið í verkfallsaðgerðir eftir rúmar tvær vikur,“ segir í tilkynningunni. Sautján aðildarfélög BSRB stóðu fyrir atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun sem hófst á mánudaginn og lauk í gær. „Félagsmenn í 15 félögum samþykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfsmannafélagi Garðabæjar, náðist ekki næg þátttaka í atkvæðagreiðslunni. Um 41 prósent greiddu atkvæði en 50 prósent félagsmanna þurfa að greiða atkvæði svo verkfallsboðun sé lögleg. Atkvæðagreiðsla hjá einu félagi, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er enn í gangi og verða niðurstöður kynntar þegar þær liggja fyrir.“ 65 prósent þátttaka að meðaltali Varðandi þátttöku í atkvæðagreiðslunni segir að að meðaltali hafi um 65 prósent félagsmanna í hverju félagi tekið þátt í atkvæðagreiðslunum. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd. Tvíþættar verkfallsaðgerðir Boðuðum verkfallsaðgerðum má skipta í tvo hluta. Annars vegar mun þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Í hinum hlutanum eru smærri hópar starfsmanna sem verða í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness. Að óbreyttu má því reikna með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls þar til samningar takast. Í þeim hópi eru einnig starfsmenn hjá Skattinum og sýslumannsembættum um allt land. Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbilviku, en hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist,“ segir í tilkynningunni. Kjaramál Landspítalinn Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB sem lokið hafa atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun samþykkti boðun verkfalls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. „Um 87,6 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunum samþykktu boðun verkfalls hjá sínu félagi. Um 8,1 prósent voru andvíg boðun verkfalls og 4,3 prósent skiluðu auðu í atkvæðagreiðslunum. Það er því ljóst að um 15.400 félagsmenn í aðildarfélögum BSRB eru á leið í verkfallsaðgerðir eftir rúmar tvær vikur,“ segir í tilkynningunni. Sautján aðildarfélög BSRB stóðu fyrir atkvæðagreiðslunni um verkfallsboðun sem hófst á mánudaginn og lauk í gær. „Félagsmenn í 15 félögum samþykktu að boða til aðgerða. Hjá einu félagi, Starfsmannafélagi Garðabæjar, náðist ekki næg þátttaka í atkvæðagreiðslunni. Um 41 prósent greiddu atkvæði en 50 prósent félagsmanna þurfa að greiða atkvæði svo verkfallsboðun sé lögleg. Atkvæðagreiðsla hjá einu félagi, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, er enn í gangi og verða niðurstöður kynntar þegar þær liggja fyrir.“ 65 prósent þátttaka að meðaltali Varðandi þátttöku í atkvæðagreiðslunni segir að að meðaltali hafi um 65 prósent félagsmanna í hverju félagi tekið þátt í atkvæðagreiðslunum. „Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum. Þá mun starfsfólk í sundlaugum og íþróttahúsum auk starfsmanna sem sinna þjónustu við aldraða og fólk með fötlun leggja niður störf, svo einhver dæmi séu nefnd. Tvíþættar verkfallsaðgerðir Boðuðum verkfallsaðgerðum má skipta í tvo hluta. Annars vegar mun þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Í hinum hlutanum eru smærri hópar starfsmanna sem verða í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness. Að óbreyttu má því reikna með að frístundaheimilin verði lokuð frá upphafi verkfalls þar til samningar takast. Í þeim hópi eru einnig starfsmenn hjá Skattinum og sýslumannsembættum um allt land. Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbilviku, en hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist,“ segir í tilkynningunni.
Kjaramál Landspítalinn Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00 Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Segir félagsmenn BSRB búna að fá nóg Félagsmenn BSRB greiða atkvæði um verkfallsboðun í byrjun næstu viku. Í könnun Sameyki kom fram að níu af hverjum tíu félagsmönnum styðja boðun verkfalls. Formaður BSRB segir að fólk sé búið að fá nóg. 15. febrúar 2020 12:00
Reynir meira á eftir því sem lengra líður á verkfallið Sviðstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir stöðuna verða erfiðari eftir því sem lengra líður á verkfallið en staðan sé metin dag frá degi. 19. febrúar 2020 12:47