Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 13:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira