Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 18:17 Haraldur Johannessen gerði samkomulagið ekki svo löngu áður en hann lét af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga. Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga.
Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira