Hringanórinn hámar í sig síld og er tekinn að hressast Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2020 14:49 Kári var aðeins 7,6 kíló við komuna í Húsdýragarðinn en hann étur átta síldar á dag og er kominn í tíu kíló. Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska. Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51