Foreldrar með börnin sín í vinnunni út af verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. febrúar 2020 21:58 Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna um alla Reykjavík hafa misst úr vinnu, tekið börnin með sér í vinnunna eða leitað til foreldra eða annarra vandamanna til að bregðast við verkfalli Eflingar. Móðir leikskólabarns segir vikuna hafa verið mikið púsluspil til að láta allt ganga upp. Fimm þúsund og þrjú hundruð börn eru í vistun í sextíu og þremur leikskólum í borginni. Verkfallið hefur áhrif á þau flest öll og foreldra þeirra. Tveir leikskólar hafa verið lokaðir alla verkfallsdagana og lágmarksþjónusta verið á nokkrum til viðbótar. Meðal annars á leikskólanum Hlíð. Símon sem er 3 ára er eitt þeirra barna sem er á leikskólanum en deildin hans hefur verið lokuð alla vikuna. Móðir hans hefur líkt og fleiri foreldrar því gripið til þess ráð að taka hann einhverja daga með sér í vinnuna líkt og hún gerði í dag. „Þetta er náttúrulega búið að vera svolítið púsl að koma honum fyrir sko af því að pabbi hans vinnur í útlöndum. Þannig að ég þarf að treysta á fjölskylduna aðallega,“segir Margrét Vala Gylfadóttir. Margrét segir ömmur og afa hafa hjálpað sér mikið og þá hefur hún líka unnið heima. Fjölmörg foreldrafélög á leikskólum hafa sent frá sér áskoranir á Eflingu og borgina að leysa deiluna. Þar á meðal foreldrafélagið á leikskólanum Hlíð en Margrét Vala situr í stjórn þess. „Við náttúrulega skorum bara á samninganefndirnar að setjast að samingaborðinu að heilindum og komast að samkomulagi sem fyrst. Þannig að það megi leysa þetta. Þetta hefur náttúrulega veruleg áhrif á bæði fjölskyldur og ekki síður börnin sem eru náttúrulega bara oft á tíðum í svona aðstæðum sem þau þekkja ekkert almennilega og verða auðvitað þreytt á því til lengdar sko að vera ekki í sinni rútínu,“ segir Margrét Vala. Hún segir ástandið hafa verið viðráðanlegt hingað til en eftir því sem verkfallið dragist á langinn fari róðurinn að þyngjast. „Það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem þetta dregst,“ segir Margrét Vala. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður í kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira