Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2020 07:57 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði. Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. Reuters greinir frá því að fimmtán manns hafi greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. Fimm hinna smituðu starfa innan heilbrigðisgeirans. Í yfirlýsingu frá ítölskum heilbrigðisvöldum sem send var út í gærkvöldi kom fram að fyrsta staðfesta dauðsfallið í landinu sem rekja mætti til veirunnar hafi komið upp í gær. Var um að ræða 78 ára gamlan mann í borginni Padova sem er að finna í Veneto-héraði. Ekki hefur fengist staðfest hvort að allir hinir smituðu tengist á einhvern hátt, en þó er vitað til þess að einhver þeirra þekkjast. Enginn heimsótt Kína Enginn hinna smituðu á Ítalíu hafa heimsótt Kína, en vitað er til þess að sá sem greindist fyrst hafði nýverið hitt manneskju sem nýlega hafði verið í Kína. Sá hefur hins vegar ekki greinst með veiruna, en heilbrigðisstarfsmenn kanna nú hvort að hann hafi verið smitberi engu að síður. Veiran greindist fyrst í Hubei-héraði í Kína og þar eru jafnframt langflestir þeirra sem smitast hafa af veirunni. Áður hafa þrjú tilfelli COVID19-veiru greinst á Ítalíu, en þá var um að ræða kínverska ferðamenn sem heimsóttu Róm og svo ítölsk kona sem hafði verið í borginni Wuhan í Hubei. 2.236 látnir Mörg hundruð manns hafa verið í samskiptum við þá sem nú þegar hafa greinst á Ítalíu og hafa yfirvöld þar í landi ákveðið að loka skólum, veitingastöðum og banna fjöldasamkomur í tíu borgum og bæjum til að draga úr líkum á frekari útbreiðslu, þar með talið í bænum Codogno þar sem fyrsta tilfellið kom upp. Alls hafa 75.400 manns greinst með veiruna í Kína og hafa 2.236 látið þar lífið, langflestir í Hubei-héraði.
Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04 Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
Tvennum sögum fer af sýkingum í Norður-Kóreu Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segja fréttir af því að verið sé að hylma yfir smit og jafnvel dauðsföll í einræðisríkinu en þar í landi segja yfirvöld engan hafa smitast. 21. febrúar 2020 10:04
Suður-Kóreumenn grípa til aðgerða vegna mikillar fjölgunar veirutilfella Chung Sye-kyun forsætisráðherra hefur lýst þróuninni sem neyðarástandi. 21. febrúar 2020 06:52