Afsanna rætnar samsæriskenningar um aldur drengsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 23:35 Viðbrögðin við myndbandinu af Quaden hafa verið gífurleg. Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu. Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00