Stjórn Sorpu samþykki 600 milljóna viðbótarlántöku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 11:46 Ýmsar athugasemdir voru gerðar við stjórnarhætti Sorpu í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Vísir/vilhelm Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin. Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Stjórn Sorpu kynnti erfiða fjárhagsstöðu byggðasamlagsins og fyrirhugaðar aðgerðir til að bregðast við henni á fundi með kjörnum fulltrúum í morgun. Sérfræðingar sem unnið hafa að greiningu á fjárhag fyrirtækisins hafa varpað ljósi á uppsafnaðan fjármögnunarvanda vegna yfirstandandi stórframkvæmda sem stjórn hafði ekki áður verið kunnugt um. Líkt og kunnugt er var framkvæmdastjóra Sorpu sagt upp eftir að í ljós kom eftir athugun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar að kostnaður við gerð nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar hafi verið stórlega vanáætlaður.Sjá einnig: Björn rekinn frá Sorpu Helgi Þór Ingason var ráðinn tímabundið í starf framkvæmdastjóra og honum falið að leiða endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Kjörnum fulltrúum allra þeirra sveitarfélaga sem mynda eigendahóp Sorpu var boðið á til fundar í morgun þar sem fyrirhugaðar aðgerðir voru kynntar. „Það er lagt til að stjórnin samþykki viðauka við fjárhagsáætlun sem feli í sér heimild til lántöku, skammtímalántöku, upp á 600 milljónir til viðbótar við þessar 500 milljónir sem þegar er heimild fyrir,“ segir Helgi Þór. Þetta sé gert til þess að bregðast við sjóðstreymisvanda sem að uppi er á næstu vikum. Hann kveðst ekki eiga von á öðru en að sveitarfélögin samþykki að verða við þessari bón. „Ég gat ekki fundið annað en góðan skilning og góða samstöðu á þessum fundi þannig að ég á von á því já,“ segir Helgi Þór. Þá verður ráðist í heildarendurskoðun á rekstri og fjármögnun fyrirtækisins og er stefnt að því að áætlanir þar að lútandi muni liggja fyrir í lok maí. „Stóra málið hér er að fyrirtækið er að glíma við afskaplega stór og mikil verkefni sem að eru nýbreytni í starfsemi þessa félags og það hefur komið á daginn að það var ekki búið að loka fjármögnun þeirra að fullu,“ segir Helgi Þór. Þá hyggst stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu skipa starfshóp sem falið verður að gera ítarlega úttekt til að varpa ljósi á hvað kann að skýra þá stöðu sem upp er komin.
Garðabær Hafnarfjörður Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Stjórnsýsla Tengdar fréttir Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30 Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49 Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39 Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37 Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Kallar eftir endurskoðun á fyrirkomulagi opinberra innkaupa Greint var frá því í vikunni að stjórn Sorpu hafi ákveðið að senda framkvæmdastjóra félagsins í leyfi á meðan ástæður 1,4 milljarða króna framúrkeyrslu á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi (GAJA) væru til skoðunar. 26. janúar 2020 13:30
Björn rekinn frá Sorpu Birni H. Halldórssyni var í dag sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra Sorpu bs. 12. febrúar 2020 15:49
Björn skellir skuldinni á stjórnina og fjölskyldutengsl endurskoðanda Björn H. Halldórsson, sem gegndi stöðu framkvæmdastjóra Sorpu bs. þangað til í dag, telur ábyrgðinni á framúrkeyrslu félagsins varpað á sig. 12. febrúar 2020 16:39
Vilja að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill að gerðar verði breytingar á stofnsamningi Sorpu bs. með það fyrri augum að fjölga fulltrúum Reykjavíkurborgar í stjórn byggðasamlagsins. 3. febrúar 2020 10:37
Borgin í minnihluta innan SORPU með meirihluta ábyrgða Tekist var á framúrkeyrslu byggðasamlags SORPU upp á einn og hálfan milljarð á borgarstjórnarfundi í dag. Reykjavíkurborg hefur ekki meirihlutavald innan samlagsins og þarf að reiða sig á fulltrúa annarra sveitarfélaga sem í lang flestum tilvikum eru á vegum Sjálfstæðisflokksins. 4. febrúar 2020 19:42