Fólk hlaupi í allar áttir þegar einhver hnerrar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 17:38 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín. Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
„Ég velti fyrir mér hvernig í ósköpunum eigum við að vita það hvort að við erum smituð og eigum að hafa samband við einhvern?“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, þegar hún spurði forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda og öryggi almennings vegna COVID-19 kórónaveirunnar á Alþingi í dag. „Það er þó að minnsta kosti vitað að við getum gengið með þessa veiru, smitandi sem smitberar í allt að tvær vikur án þess að finna fyrir einkennum. Fyrirspurnin kemur líka ekki bara í kjölfarið á þessum skelfilegu fréttum sem eru að berast frá Norður-Ítalíu heldur bara af því að fara í IKEA í gær, heldur bara að vera innan um þúsundir manna og um leið og einhver hnerrar verður maður var við það að fólk hleypur bara í allar áttir,“ sagði Inga ennfremur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði meðal annars með því að fara yfir þær áætlanir og upplýsingar sem liggja fyrir frá hinu opinbera og sóttvarnarlækni og hvernig staðið er að upplýsingagjöf. Nú sé meðal annars unnið að því að koma upp aðstöðu fyrir einangrun eða sóttkví fyrir einstaklinga sem ekki búa hér á landi. „Heilbrigðisstofnanir og viðbragðsaðilar hafa verið að vinna og fara yfir sínar viðbragðsáætlanir, fara yfir aðstöðu, hlífðar- og tækjabúnað þannig að það má segja að allir viðbragðsaðilar séu á tánum,“ sagði Katrín. Mikilvægt sé að byggja á gagnreyndum aðferðum sem hafi gefist vel. Málið hafi meðal annars verið tekið fyrir á vettvangi þjóðaröryggisráðs. „Þó að það hljómi nú heldur óspennandi að hvetja fólk til að þvo sér um hendurnar og vera ekki hóstandi í allar áttir í IKEA, eins og háttvirtur þingmaður lýsir hér, þá verðum við líka að horfa til þess hvað hefur gefist vel í þeim fyrri faröldrum sem hafa gengið yfir heimsbyggðina. Og þjóðir heims hafa reynt ýmsar aðferðir, til að mynda að byggja upp skimanir á alþjóðaflugvöllum og annað slíkt, sem ekki komu í veg fyrir útbreiðslu veirusýkinga,“ sagði Katrín.
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira