Sauð upp úr á fundi þingflokksformanna eftir óvænta uppákomu í velferðarnefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:42 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nokkuð hart tekist á á fundi þingflokksformanna í gær. Vísir/Vilhelm Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn. Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira
Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn.
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Sjá meira