Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 19:00 Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum sem er sama þróun og erlendis. Icelandair hefur lækkað mest eða um fimmtung á tveimur dögum en alls hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 6% og virði félaga dregist saman milli 60-70 milljarða. „Það var álíka lækkun í gær fyrir einu og hálfu ári en að sjá svona tvo daga í röð er mjög óvenjulegt,“ segir Magnús Harðason forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að lækkun á virði Icelandair í Kauphöllinni um 20% á tveimur dögum einnig sérstaka. „Það er óvenjulegt og lýsir væntingum um ferðalög vegna veirunnar. Við verðum þó að muna að þetta er væntingardrifið um hvað fólk telur að eigi eftir að gerast, það er ekki eins og þessir hlutir séu að hellast yfir okkur hér og nú,“ segir Magnús. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Ferðaþjónustan uggandi Síðasta mánuð hefur faraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi og í dag bárust fregnir að japanskt skemmtiferðaskip hafi afbókað komu sína í maí. Hótel hafa ekki farið varhluta af afbókunum síðustu vikur. „Við höfum fundið verulega fyrir afbókunum á þessum mörkuðum. Hópar hafa afbókað og kínverskt flugfélag dró sig til baka. Auðvitað eru menn uggandi. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og allt frá verkföllunum á síðasta ári. Þannig að við þurfum að fara að fá góðar fréttir. Við höfum til að mynda lagt áherslu á það við stjórnvöld að fara í markaðsátak um ferðir til landsins,“ segir Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Kristófer bætir við að aðföng frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur geysað séu lengur að berast en áður vegna t.d. lokanna á verksmiðjum t.d. í Kína. Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar. Þurfti að hætta við skiptinám á síðustu stundu Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig áhrif á áform margra. Meðal þeirra er Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands sem ætlaði að fara í skiptinám til Mílanó og hugðist fljúga þangað á morgun. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum sem er sama þróun og erlendis. Icelandair hefur lækkað mest eða um fimmtung á tveimur dögum en alls hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 6% og virði félaga dregist saman milli 60-70 milljarða. „Það var álíka lækkun í gær fyrir einu og hálfu ári en að sjá svona tvo daga í röð er mjög óvenjulegt,“ segir Magnús Harðason forstjóri Kauphallarinnar. Hann segir að lækkun á virði Icelandair í Kauphöllinni um 20% á tveimur dögum einnig sérstaka. „Það er óvenjulegt og lýsir væntingum um ferðalög vegna veirunnar. Við verðum þó að muna að þetta er væntingardrifið um hvað fólk telur að eigi eftir að gerast, það er ekki eins og þessir hlutir séu að hellast yfir okkur hér og nú,“ segir Magnús. Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu segir faraldurinn hafa valdið því að fólk afbókar á hótelum hér. Ferðaþjónustan uggandi Síðasta mánuð hefur faraldurinn haft mikil áhrif á ferðaþjónustu hér á landi og í dag bárust fregnir að japanskt skemmtiferðaskip hafi afbókað komu sína í maí. Hótel hafa ekki farið varhluta af afbókunum síðustu vikur. „Við höfum fundið verulega fyrir afbókunum á þessum mörkuðum. Hópar hafa afbókað og kínverskt flugfélag dró sig til baka. Auðvitað eru menn uggandi. Undanfarnir mánuðir hafa verið erfiðir og allt frá verkföllunum á síðasta ári. Þannig að við þurfum að fara að fá góðar fréttir. Við höfum til að mynda lagt áherslu á það við stjórnvöld að fara í markaðsátak um ferðir til landsins,“ segir Kristófer Oliversson formaður Félags fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu. Kristófer bætir við að aðföng frá svæðum þar sem kórónuveiran hefur geysað séu lengur að berast en áður vegna t.d. lokanna á verksmiðjum t.d. í Kína. Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands ætlaði að fara til Mílanó í skiptinám en ákvað að hætta við vegna kórónuveirunnar. Þurfti að hætta við skiptinám á síðustu stundu Kórónuveirufaraldurinn hefur einnig áhrif á áform margra. Meðal þeirra er Fjölnir Daði Georgsson lögfræðinemi í Háskóla Íslands sem ætlaði að fara í skiptinám til Mílanó og hugðist fljúga þangað á morgun. „Plönin eru fljót að breytast á sunnudaginn var ég á leið til Mílanó í skiptinám í lögfræði. Um morguninn fékk ég tölvupóst frá skólanum úti að búið væri að fresta öllum viðburðum á vegum skólans vegna veirunnar til 29. febrúar og þá yrði staðann aftur metin. Eftir að hafa séð fréttir og heyrt af viðvörunum ákvað ég að hætta við að fara út,“ segir Fjölnir. Fjölnir hafði greitt fyrir flugfarið út og fyrir leigu í einn mánuð í Mílanó. „Ég fæ flugið ekki endurgreitt en leigusalinn er að skoða hvað hann getur gert vegna þessara aðstæðna,“ segir hann. Fjölnir sem er með ferðatryggingu hjá tryggingafélagi ætlar að kanna hvort hann fái flugfarið endurgreitt þaðan. „Það er ákvæði í tryggingunni sem mun reyna á en það er þegar opinberir aðilar beina fólki frá því að ferðast á ákveðna staði vegna farsótta,“ segir hann. Hann segir að Háskóli Íslands hafi sýnt málinu skilning og hann fái að fara í fög þrátt fyrir að liðið sé á önnina. „Ég er fegin að vera ekki úti í þessu ástandi og ætla í staðinn að ljúka náminu hér heima í vor,“ segir Fjölnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Viðskipti Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira