„Við skiljum varla við hvern við erum að semja“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. febrúar 2020 20:30 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Vísir/Vilhelm Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, furðaði sig á því sem fram kom á fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar í dag. Samninganefnd Eflingar hafi verið furðulostin þegar þau yfirgáfu fundinn. „Við skiljum ekki hver er í brúnni. Við skiljum varla við hvern við erum að semja. Við skiljum ekki vinnubrögðin. Við skiljum ekki skilaboðin. Við skiljum ekki hvers vegna verið er að afvegaleiða almenning, fjölmiðla, umræðuna, okkur félagsmenn í Eflingu með gylliboðum í fjölmiðlum sem að borgarstjóri stígur fram með þegar honum virðist henta,“ sagði Viðar. Hann sagði það sem kynnt var á fundinum ekki vera í nokkru samræmi við það sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sagði í Kastljósi í síðustu viku. „Það sem verra er, hér fengum við ekki einu sinni efnisleg viðbrögð við yfirlýsingu sem hefur legið fyrir frá okkur síðan á mánudaginn síðastliðinn.“ Ekki er búið að boða til nýs fundar og ótímabundið verkfall Eflingar mun halda áfram. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar borgarinnar, segir borgina alltaf hafa lagt áherslu á að hækka lægstu laun og útfærslan sem hafi verið kynnt fyrir alllöngu síðan sé áfram á borðinu. „Það er bara mikilvægt að við höfum verið að nýta þennan dag til að ræða ýmsar útfærslur og leitt að við náðum ekki að halda þeim viðræðum áfram,“ sagði Harpa. Hún sagði leitt að segja frá því en svo virðist sem enn beri mikið í milli ennþá. Í yfirlýsingu í kjölfar fundsins slær Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á svipaða strengi og Viðar og segir saminganefnd borgarinnar og borgarstjóra tala í kross. „Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig í yfirlýsingunni. Þar gagnrýnir samninganefnd Eflingar „ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar“ og segir þau í engu samræmi við alvarleika kjaradeilunnar. „Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent