Er Gylfi Þór að renna út á tíma hjá Everton? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 14:00 Gylfi Þór kom að báðum mörkum Everton gegn Arsenal um síðustu helgi. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson, dýrasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton frá upphafi og einn besti leikmaður Íslands allra tíma virðist ekki eiga sjö dagana sæla hjá enska félaginu þessa dagana.Greg O‘Keefe hjá The Athletic veltir því fyrir sér hvort tími Gylfa Þórs hjá félaginu sé í þann mund að ljúka. Gylfi Sigurdsson is much better than his performances have suggested at times this season, but are his chances of being part of #Everton's midfield next season dwindling anyway? Looked at the debate here #EFChttps://t.co/90gvvA0qyi— Greg O'Keeffe (@GregOK) February 25, 2020 Everton keypti Gylfa frá Swansea City á 45 milljónir punda í ágúst 2017 eftir að níu mörk hans ásamt 13 stoðsendingum björguðu síðarnefnda liðinu frá falli. Á þeim tíma voru mörg lið á eftir Gylfa en það er annað upp á teningnum í dag. O´Keefe telur að frammistöður Gylfa undanfarið séu ekki að sannfæra Carlo Ancelotti, nýjan stjóra Everton, um að halda honum hjá félaginu eftir EM 2020. „Eftir vonbrigða frammistöðu í 3-2 tapinu á útivelli gegn Arsenal er erfitt að sjá hvar Gylfi passar inn á miðju Everton liðsins á næstu leiktíð,“ sagir O´Keefe í grein sinni. Hann reiknar greinilega með því að Ancelotti fái að móta liðið en eflaust mun Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála, hafa eitthvað um það að segja þar sem Everton skiptir um stjóra oftar en eðlilegt þykir. Ancelotti tók við af Marco Silva þann 21. desember og er sjötti knattspyrnustjóri Everton frá því að Gylfi var keyptur. Hollendingurinn Ronald Koeman var við stjórnvölin fyrst. Eftir að hann var rekinn tók gamli varnarjaxlinn David Unsworth við liðinu í átta leiki áður en Sam Allardyce var ráðinn út það tímabil. Vorið 2018 var Silva svo ráðinn og svo látinn fara eftir 5-2 tap gegn Liverpool í desember síðastliðnum. Áður en Ancelotti tók við stjórnartaumunum var Duncan Ferguson titlaður stjóri félagsins en hann er Ancelotti innan handar í dag. Sá ítalski hefur spilað hefðbundið 4-4-2 síðan hann tók við Everton og hefur Gylfi aðallega leikið í stöðu miðjumanns þar sem hann fær ekki það frjálsræði sem hann fékk undir stjórn Marco Silva þegar hann lék í „tíunni“ á bakvið framherja liðsins. Árangur Íslands með Gylfa á miðri miðjunni ætti þó að sýna fram á að hann er vel fær um að leika á miðri miðjunni í 4-4-2 leikkerfi. Gylfa var hins vegar stillt upp á vinstri vængnum gegn Arsenal og þó hann hafi komið að báðum mörkum Everton í leiknum virðist sem frammistaða hans hafi ekki verið nægilega góð. O´Keefe leitaði til Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Stöð 2 Sport um enska boltann, og líkt og flestir Íslendingar þá skilur Hjörvar ekki alveg gagnrýnina á Gylfa á meðan aðrir leikmenn liðsins virðast sleppa. Klúbbur sem verslar Yannick Bolasie á 23M og Alex Iwobi á 35M en alltaf er hjólað í Gylfa. Vissulega ekki verið gott tímabil hjá Gylfa en stuðninsmenn hafa fengið hann á heilann. Sagði O'Keefe frá íþróttafjölskyldunni sem hann kemur úr í Hafnarfirðihttps://t.co/sogH0vjOE5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 MLS deildin í Bandaríkjunum hefur verið nefnd sem síðasti áfangastaður Gylfa áður en hann leggur skóna á hilluna en þessi þrítugi miðjumaður íslenska landsliðsins er eflaust ekki farinn að huga að því. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og er talið að hann hafi lítinn áhuga á því að yfirgefa Bítlaborgina næsta sumar. Sagði O'Keefe að GS myndi alltaf enda ferilinn í USA og svo gat ég ekki svarað hversu vinsæll hann er heima á Íslandi.Mjög virtur en mögulega ekki jafn vinsæll og t.d. Eiður?Mögulega vegna þess að hann valdi Spurs framyfir Liv 2012 sem er langstærsta fan base á Ísl ásamt Man Utd— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00 Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30 Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson, dýrasti leikmaður enska knattspyrnufélagsins Everton frá upphafi og einn besti leikmaður Íslands allra tíma virðist ekki eiga sjö dagana sæla hjá enska félaginu þessa dagana.Greg O‘Keefe hjá The Athletic veltir því fyrir sér hvort tími Gylfa Þórs hjá félaginu sé í þann mund að ljúka. Gylfi Sigurdsson is much better than his performances have suggested at times this season, but are his chances of being part of #Everton's midfield next season dwindling anyway? Looked at the debate here #EFChttps://t.co/90gvvA0qyi— Greg O'Keeffe (@GregOK) February 25, 2020 Everton keypti Gylfa frá Swansea City á 45 milljónir punda í ágúst 2017 eftir að níu mörk hans ásamt 13 stoðsendingum björguðu síðarnefnda liðinu frá falli. Á þeim tíma voru mörg lið á eftir Gylfa en það er annað upp á teningnum í dag. O´Keefe telur að frammistöður Gylfa undanfarið séu ekki að sannfæra Carlo Ancelotti, nýjan stjóra Everton, um að halda honum hjá félaginu eftir EM 2020. „Eftir vonbrigða frammistöðu í 3-2 tapinu á útivelli gegn Arsenal er erfitt að sjá hvar Gylfi passar inn á miðju Everton liðsins á næstu leiktíð,“ sagir O´Keefe í grein sinni. Hann reiknar greinilega með því að Ancelotti fái að móta liðið en eflaust mun Marcel Brands, yfirmaður knattspyrnumála, hafa eitthvað um það að segja þar sem Everton skiptir um stjóra oftar en eðlilegt þykir. Ancelotti tók við af Marco Silva þann 21. desember og er sjötti knattspyrnustjóri Everton frá því að Gylfi var keyptur. Hollendingurinn Ronald Koeman var við stjórnvölin fyrst. Eftir að hann var rekinn tók gamli varnarjaxlinn David Unsworth við liðinu í átta leiki áður en Sam Allardyce var ráðinn út það tímabil. Vorið 2018 var Silva svo ráðinn og svo látinn fara eftir 5-2 tap gegn Liverpool í desember síðastliðnum. Áður en Ancelotti tók við stjórnartaumunum var Duncan Ferguson titlaður stjóri félagsins en hann er Ancelotti innan handar í dag. Sá ítalski hefur spilað hefðbundið 4-4-2 síðan hann tók við Everton og hefur Gylfi aðallega leikið í stöðu miðjumanns þar sem hann fær ekki það frjálsræði sem hann fékk undir stjórn Marco Silva þegar hann lék í „tíunni“ á bakvið framherja liðsins. Árangur Íslands með Gylfa á miðri miðjunni ætti þó að sýna fram á að hann er vel fær um að leika á miðri miðjunni í 4-4-2 leikkerfi. Gylfa var hins vegar stillt upp á vinstri vængnum gegn Arsenal og þó hann hafi komið að báðum mörkum Everton í leiknum virðist sem frammistaða hans hafi ekki verið nægilega góð. O´Keefe leitaði til Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Stöð 2 Sport um enska boltann, og líkt og flestir Íslendingar þá skilur Hjörvar ekki alveg gagnrýnina á Gylfa á meðan aðrir leikmenn liðsins virðast sleppa. Klúbbur sem verslar Yannick Bolasie á 23M og Alex Iwobi á 35M en alltaf er hjólað í Gylfa. Vissulega ekki verið gott tímabil hjá Gylfa en stuðninsmenn hafa fengið hann á heilann. Sagði O'Keefe frá íþróttafjölskyldunni sem hann kemur úr í Hafnarfirðihttps://t.co/sogH0vjOE5— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020 MLS deildin í Bandaríkjunum hefur verið nefnd sem síðasti áfangastaður Gylfa áður en hann leggur skóna á hilluna en þessi þrítugi miðjumaður íslenska landsliðsins er eflaust ekki farinn að huga að því. Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og er talið að hann hafi lítinn áhuga á því að yfirgefa Bítlaborgina næsta sumar. Sagði O'Keefe að GS myndi alltaf enda ferilinn í USA og svo gat ég ekki svarað hversu vinsæll hann er heima á Íslandi.Mjög virtur en mögulega ekki jafn vinsæll og t.d. Eiður?Mögulega vegna þess að hann valdi Spurs framyfir Liv 2012 sem er langstærsta fan base á Ísl ásamt Man Utd— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) February 25, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00 Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30 Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Gylfi átti þátt í báðum mörkum Everton | Sjáðu mörkin Gylfi Þór Sigurðsson átti fínan leik fyrir Everton í gær er Everton tapaði 3-2 fyrir Arsenal í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. 24. febrúar 2020 10:00
Gylfi fékk sex hjá staðarblaðinu: Átti þátt í báðum mörkunum en leit þreyttur út í síðari hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson fékk sex í einkunn hjá staðarblaðinu í Liverpool, Liverpool Echo, eftir 3-2 tap Everton gegn Arsenal á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gær. 24. febrúar 2020 07:30
Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. 18. febrúar 2020 16:30