Hægt að fara með rusl til Sorpu og nýta önnur úrræði Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2020 18:30 Ragna sagði eitthvað hafa borið á því að fólk sé farið að flytja sorp sjálft á endurvinnslustöðvarnar og að stærri húsfélög hafi fengið menn á sendibílum til að flytja sorp á móttökustöðina í Gufunesi. Vísir/Vilhelm Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að flokka sem mest og setja það sem ekki er hægt að flokka í tunnur. Flokkanlega sorpið má fara með á grenndargáma eða einhverjar af sex endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Að nota önnur úrræði til að nýta öskutunnurnar sem best á meðan sorphirðumenn eru í verkfalli. Sömuleiðis er hægt að fara með tiltekið magn af sorpi beint til Sorpu. Þetta sagði Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ragna sagði eitthvað hafa borið á því að fólk sé farið að flytja sorp sjálft á endurvinnslustöðvarnar og að stærri húsfélög hafi fengið menn á sendibílum til að flytja sorp á móttökustöðina í Gufunesi. Það sé ekki illa séð enda hluti af starfi Sorpu. „Þú sem einstaklingur getur sett ruslið þitt í poka og nýtt þér það að koma inn á endurvinnslustöðvarnar með allt að tvo rúmmetra. Það er ekki tekið gjald fyrir það,“ sagði Ragna. Hún ítrekaði þó að Sorpa sækir ekki rusl og að fólk hafi verið að hringja og spyrja út í það. „Á þessum tíma verðum við bara að bjarga okkur sjálf. Því miður. Eða nota þjónustu sendiferðabíla eða þessháttar.“ Ragna segir að verið sé að skoða viðbragðsáætlun vegna deilunnar og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Bæði varðandi það ef verkfallið heldur áfram og hvað þarf að gera ef því ljúki og mikið magn sorps verður flutt til stöðva Sorpu. Hlusta má á Rögnu í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að flokka sem mest og setja það sem ekki er hægt að flokka í tunnur. Flokkanlega sorpið má fara með á grenndargáma eða einhverjar af sex endurvinnslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Að nota önnur úrræði til að nýta öskutunnurnar sem best á meðan sorphirðumenn eru í verkfalli. Sömuleiðis er hægt að fara með tiltekið magn af sorpi beint til Sorpu. Þetta sagði Ragna I. Halldórsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Ragna sagði eitthvað hafa borið á því að fólk sé farið að flytja sorp sjálft á endurvinnslustöðvarnar og að stærri húsfélög hafi fengið menn á sendibílum til að flytja sorp á móttökustöðina í Gufunesi. Það sé ekki illa séð enda hluti af starfi Sorpu. „Þú sem einstaklingur getur sett ruslið þitt í poka og nýtt þér það að koma inn á endurvinnslustöðvarnar með allt að tvo rúmmetra. Það er ekki tekið gjald fyrir það,“ sagði Ragna. Hún ítrekaði þó að Sorpa sækir ekki rusl og að fólk hafi verið að hringja og spyrja út í það. „Á þessum tíma verðum við bara að bjarga okkur sjálf. Því miður. Eða nota þjónustu sendiferðabíla eða þessháttar.“ Ragna segir að verið sé að skoða viðbragðsáætlun vegna deilunnar og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Bæði varðandi það ef verkfallið heldur áfram og hvað þarf að gera ef því ljúki og mikið magn sorps verður flutt til stöðva Sorpu. Hlusta má á Rögnu í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Verkföll 2020 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira