Gekk berserksgang vopnaður öxi, járnröri og stórum hníf en gengur laus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Eigendur verslunarinnar opnuðu dyrnar aftur fyrir viðskiptavinum daginn eftir ránstilraunina. Vísir/EgillA Ungur karlmaður sem reif upp öxi og braut og bramlaði í verslun úrsmiðs í Reykjanesbæ í síðustu viku gengur laus. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald sem Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á. Landsréttur telur enga rannsóknarhagsmuni vera fyrir hendi auk þess sem maðurinn hafi ekki valdið neinu líkamstjóni. Maðurinn segist hafa verið svo fullur að hann muni ekkert eftir atvikum í versluninni. Dró öxi úr poka sínum Það var fimmtudaginn 21. febrúar sem ungur karlmaður mætti í skartgripaversluninni George V Hannah. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir því þannig að maðurinn hafi dregið öxi upp úr poka og byrjað að öskra og slá með öxinni í afgreiðsluborð. Þá hafi hann sveiflað öxinni til þeirra sem voru inni í versluninni og sett verðmæti í plastpoka. Þrír voru í versluninni og óttuðust um líf sitt að sögn lögreglunnar. Málið sé rannsakað sem tilraun til stórfelldrar líkamsárásar eða manndráps, ásamt ráni. „Ég upplifði okkur kannski ekki í lífshættu þó vissulega höfum við verið það. Ég hafði meiri áhyggjur af gömlu hjónunum, mömmu og pabba, því maðurinn hélt á öxi og sveiflaði henni að okkur þar sem við stóðum í hurðaropinu inni í búðinni,“ sagði Eggert Hannah gullsmiður í samtali við Víkurfréttir. Eggert tók við rekstri verslunarinnar fyrir þremur árum. Fram hefur komið að Georg Viðar, faðir Eggerts, notaði ryksugurör til að halda manninum frá sér. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ sagði Georg Viðar. Næstum með áfengiseitrun Maðurinn hafi eftir handtöku verið færður til læknisskoðunar og þaðan á geðdeild Landspítalans. Þar var lögreglu tjáð að maðurinn væri svo drukkinn að hann væri næstum með áfengiseitrun. Myndskeið úr öryggismyndavél skartgripaverslunarinnar sýnir hvað á gekk. Lögreglustjóri segir rannsókn á frumstigi en stefnt sé á að ljúka henni sem fyrst og gefa út ákæru. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé mikilvægt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis sé hann hættulegur sjálfur sér og umhverfi sínu gangi hann laus. Það gæti sært réttarvitund almennings gangi hann laus. Verjandi mannsins mótmælti þessu og taldi ekki rök fyrir gæsluvarðhaldi. Atvikið sé til á myndupptöku og því litlir rannsóknarhagsmunir í húfi. Þá eigi maðurinn sé enga sögu um afbrot og sé ekki ofbeldissinnaður. Héraðsdómari vísar til myndbandsupptökunnar sem sýni manninn taka öxi upp úr plastpoka og því næst ganga berserksgang, brjóta allt og bramla, taka fjölda muna og stinga ofan í poka, ógna starfsfólki með öxinni, sveifla henni í átt að þeim og virðist svo henda öxinni í áttina að starfsfólki áður en hann heldur úr versluninni. Stór hnífur og járnrör í bakpokanum Þar sem ekki hafði tekist að taka skýrslu af manninum, vegna ástands hans, var fallist á gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna þann 22. febrúar. Þá vísaði dómarinn til játningu um að hafa verið ofurölvi þegar hann fór inn í verslunina og segist ekkert muna. Þá var í bakpoka mannsins að finna stóran hníf og járnrör. Að því sögðu taldi héraðsdómur nauðsynlegt að setja manninn í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir mögulegum árásum. Féllst Jónas Jóhannsson héraðsdómari á fjögurra vikna gæsluvarðhald í héraði. Var maðurinn í haldi lögreglu allt þar til á þriðjudaginn þegar Landsréttur tók kæru verjanda mannsins fyrir og sá hlutina öðrum augum en héraðsdómur. Landsréttur féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing sé lögð við. Hins vegar hafi lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvorki sýnt fram á að maðurinn geti truflað rannsókn málsins væri hann frjáls ferða né að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum. Þá hafi maðurinn valdið miklu eignatjóni en þó ekki líkamstjóni. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi af þremur dómurum Landsréttar á þriðjudag. Úrskurðurinn var birtur á vef Landsréttar í gær. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem þeir feðgar reka í bænum. 21. febrúar 2020 11:23 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn með öxi Karlmaður sem grunaður er um tilraun til vopnaðs ráns í skartgripaverslun í Reykjanesbæ í vikunni hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. febrúar 2020 14:54 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Ungur karlmaður sem reif upp öxi og braut og bramlaði í verslun úrsmiðs í Reykjanesbæ í síðustu viku gengur laus. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem felldi úr gildi fjögurra vikna gæsluvarðhald sem Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á. Landsréttur telur enga rannsóknarhagsmuni vera fyrir hendi auk þess sem maðurinn hafi ekki valdið neinu líkamstjóni. Maðurinn segist hafa verið svo fullur að hann muni ekkert eftir atvikum í versluninni. Dró öxi úr poka sínum Það var fimmtudaginn 21. febrúar sem ungur karlmaður mætti í skartgripaversluninni George V Hannah. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lýsir því þannig að maðurinn hafi dregið öxi upp úr poka og byrjað að öskra og slá með öxinni í afgreiðsluborð. Þá hafi hann sveiflað öxinni til þeirra sem voru inni í versluninni og sett verðmæti í plastpoka. Þrír voru í versluninni og óttuðust um líf sitt að sögn lögreglunnar. Málið sé rannsakað sem tilraun til stórfelldrar líkamsárásar eða manndráps, ásamt ráni. „Ég upplifði okkur kannski ekki í lífshættu þó vissulega höfum við verið það. Ég hafði meiri áhyggjur af gömlu hjónunum, mömmu og pabba, því maðurinn hélt á öxi og sveiflaði henni að okkur þar sem við stóðum í hurðaropinu inni í búðinni,“ sagði Eggert Hannah gullsmiður í samtali við Víkurfréttir. Eggert tók við rekstri verslunarinnar fyrir þremur árum. Fram hefur komið að Georg Viðar, faðir Eggerts, notaði ryksugurör til að halda manninum frá sér. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ sagði Georg Viðar. Næstum með áfengiseitrun Maðurinn hafi eftir handtöku verið færður til læknisskoðunar og þaðan á geðdeild Landspítalans. Þar var lögreglu tjáð að maðurinn væri svo drukkinn að hann væri næstum með áfengiseitrun. Myndskeið úr öryggismyndavél skartgripaverslunarinnar sýnir hvað á gekk. Lögreglustjóri segir rannsókn á frumstigi en stefnt sé á að ljúka henni sem fyrst og gefa út ákæru. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé mikilvægt að maðurinn sæti gæsluvarðhaldi. Sömuleiðis sé hann hættulegur sjálfur sér og umhverfi sínu gangi hann laus. Það gæti sært réttarvitund almennings gangi hann laus. Verjandi mannsins mótmælti þessu og taldi ekki rök fyrir gæsluvarðhaldi. Atvikið sé til á myndupptöku og því litlir rannsóknarhagsmunir í húfi. Þá eigi maðurinn sé enga sögu um afbrot og sé ekki ofbeldissinnaður. Héraðsdómari vísar til myndbandsupptökunnar sem sýni manninn taka öxi upp úr plastpoka og því næst ganga berserksgang, brjóta allt og bramla, taka fjölda muna og stinga ofan í poka, ógna starfsfólki með öxinni, sveifla henni í átt að þeim og virðist svo henda öxinni í áttina að starfsfólki áður en hann heldur úr versluninni. Stór hnífur og járnrör í bakpokanum Þar sem ekki hafði tekist að taka skýrslu af manninum, vegna ástands hans, var fallist á gæsluvarðhald í þágu rannsóknarhagsmuna þann 22. febrúar. Þá vísaði dómarinn til játningu um að hafa verið ofurölvi þegar hann fór inn í verslunina og segist ekkert muna. Þá var í bakpoka mannsins að finna stóran hníf og járnrör. Að því sögðu taldi héraðsdómur nauðsynlegt að setja manninn í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir mögulegum árásum. Féllst Jónas Jóhannsson héraðsdómari á fjögurra vikna gæsluvarðhald í héraði. Var maðurinn í haldi lögreglu allt þar til á þriðjudaginn þegar Landsréttur tók kæru verjanda mannsins fyrir og sá hlutina öðrum augum en héraðsdómur. Landsréttur féllst á að maðurinn væri undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing sé lögð við. Hins vegar hafi lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvorki sýnt fram á að maðurinn geti truflað rannsókn málsins væri hann frjáls ferða né að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum. Þá hafi maðurinn valdið miklu eignatjóni en þó ekki líkamstjóni. Var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn felldur úr gildi af þremur dómurum Landsréttar á þriðjudag. Úrskurðurinn var birtur á vef Landsréttar í gær.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem þeir feðgar reka í bænum. 21. febrúar 2020 11:23 Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn með öxi Karlmaður sem grunaður er um tilraun til vopnaðs ráns í skartgripaverslun í Reykjanesbæ í vikunni hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. febrúar 2020 14:54 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem þeir feðgar reka í bænum. 21. febrúar 2020 11:23
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir að hafa ráðist inn með öxi Karlmaður sem grunaður er um tilraun til vopnaðs ráns í skartgripaverslun í Reykjanesbæ í vikunni hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. febrúar 2020 14:54
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00