Hin meinta haglabyssa var í raun ryksugurör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 11:23 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á innanstokksmunum. Vísir/Egill Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Georg Viðar Hannah, úrsmíðameistari við Hafnargötu í Reykjanesbæ, greip til ryksugurörs þegar karlmaður í annarlegu ástandi réðst inn í verslun sem hann rekur ásamt syni sínum í bænum. Georg Viðar var á staðnum ásamt tveimur til viðbótar en karlmaðurinn sem mætti með látum inn í verslunina var vopnaður öxi. Vísir hafði eftir heimildum sínum í gærkvöldi að haglabyssa hefði komið sér vel þegar árásarmaðurinn braut og bramlaði í versluninni. Það reyndist ekki rétt. Georg Viðar útskýrir að hann hafi gripið til ryksugurörs, sem sé líklega rúmur metri að lengd, til að halda manninum frá. „Það var það skásta til að halda honum frá sér. Það er orðið að Nilfisk-haglabyssu,“ segir Georg Viðar. Maðurinn hafi haldið þeim frá og viljað frið. „Hann lamdi bara endalaust með öxinni í allt. Þetta var rosalegt. Við gátum ekkert farið nær honum því hann hélt þá exinni í áttina að okkur,“ segir Georg Viðar. Versluninni var lokað í gær að lokinni árásinni en nóg var að gera í versluninni, sem starfrækt hefur verið í 52 ár, þegar Georg Viðar gaf sér örlítinn tíma til að útskýra atburðarásina fyrir blaðamanni áður en hann var rokinn til að sinna viðskiptavinum. „Sem betur fer þá meiddist enginn og maðurinn náðist fljótlega eftir að þetta gerðist en það urðu talsvert miklar skemmdir í versluninni,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri við fréttastofu í gær. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sé enn í haldi lögreglu. Of snemmt sé að segja til um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald. Maðurinn sé í „viðeigandi meðferð“.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00