Hin dulda hlið heimilisofbeldis Matthildur Björnsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Í þessari viku seint í Febrúar breiddist út enn ein sagan um fyrrverandi eiginmann sem hafði drepið fyrrverandi eiginkonu og börnin þeirra þrjú hér í Ástralíu. Svo endaði hann líka eigið líf fyrir utan bílinn sem hann hafði brennt með þessum fjórum fyrrum fjölskyldumeðlimum sínum. Konur eru drepnar í hverri viku hér í Ástralíu af fyrrverandi eiginmönnum eða sambýlismönnum af því að sambandið virkaði ekki. Þetta atvik fékk meiri athygli en sum önnur, vegna þess hvernig það gerðist. Ég skildi við minn fyrrverandi eiginmann á Íslandi árið 1977, en hann hefði aldrei haft það í huga að hann ætti mig, eða að hann þyrfti að drepa mig eða börnin. Þegar ég heyri þessar hræðilegu sögur, þá fer hugur minn oft að því hvað það hafi verið við manninn sem heillaði þá konu. Ég sé svo mikið af grunnum áherslum á fjölmiðlum, þar sem ungar stúlkur telja að allt um þær sé í ytra útliti, sem er auðvitað ekkert nýtt og hefur ráðið miklu í samdrætti milli kynja um aldir. Þá var það mest um föt og farða. En nú eru ótal aðrar leiðir í boði sem stúlkur telja að muni gera sig að betri markaðsvöru á giftingarmarkaðinum. Sumar þeirra láta blása út á sér varir með Botox, og sumar stækka líka á sér rassinn með meiru og gera hvað annað sem þær telja að þurfi til að vera lokkandi að utan. Ég hef talað við leigubílstjóra hér í Adelaide sem næstum slefa og verða veikir í hnjánum við að sjá „Fallega Stelpu“ á gangstéttum. Það sem ég hef numið frá slíku, er ofuráherslan á það sem ég kalla „Boxið“ Umbúðirnar. En engin áhersla á, né einu sinni forvitni um innihaldið í því hver sú fallega að utan mannvera sé, að innan. Ég hef bent þeim á að það sé æskilegra að kynnast þeim vel áður en þeir verði uppteknir, og of snortnir og kynferðislega truflaðir af ytra útliti þeirra. Sama á auðvitað við um stelpur sem bregðast of sterkt og mikið við ytra útliti karlmannsins. Hvað eru karlmenn að segja sjálfum sér? Svo er það spurningin, hvað karlmenn hugsa, og hvers vegna útlit getur sett þá svona auðveldlega úr jafnvægi, og látið þá búa til allar þessar sögur í heilabúinu um stelpu eða konu af því að hún sé falleg að ytra útliti. Sumir karlmenn sem eru tilfinningalega vanþroskaðir, og of fljótir í viðbrögðum við því sem þeir telja að „augun þeirra séu að segja þeim“. Þeir ákveða í huga sínum um leið og þeir sjá „fallegt andlit“ hver hún sé og eigi að vera. Sama á við um stelpur sem heillast af fallegu karlmannsandliti, en eru samt ekki eins í að telja sig eiga að ráða öllu, eins og karlkynið. Þeir trúa að hún sé þeirra „eign“ og að þeir eigi rétt á að ráða öllu um hana. Það sem hann telji að eigi að vera í heilabúi hennar verði að standast, því að annars verði vandræði. Auðvitað eru stelpur og ungar konur sem eldri oft með þann sama takmarkaða grunn um að lesa í að velja maka. Eftir ytra útliti af því að hann sé svo sexý í framan. Samt eru það konurnar sem lenda mun meira í að verða fyrir allskonar tegundum heimilisofbeldis. Ofbeldis sem oft felst í langtíma niðurlægjandi orðafari frekar en barsmíðum með marblettum. Þessir hlutir gerast kannski meira í sumum löndum en öðrum, og því miður allt of oft hér í Ástralíu. Mennirnir eru af öllum þjóðernum og eru tilfinningalega vanþroskaðir og með brenglaðan veruleika um konur. Þær eru svo drepnar þegar þær fara að sýna sinn eiginn persónuleika, skoðanir og vilja. Rísa upp sem þær sjálfar, sem eru ekki þau sömu orð og skoðanir og það sem karlmaðurinn telur að eigi að vera. Misnotkun og mismeðferð er ekki nærri alltaf í formi barsmíða, heldur af langtíma niðurlægjandi og sjálfvirðis drepandi orðafari að konunnni, sem virkar á hana og í, eins og að vera að fá eitur í æð í smáskömmtum. Eitur sem smám saman deyfir alla sjálfsvörn þeirra þar til allur sjálfsstyrkur er horfinn úr heilanum og taugakerfunum. Sem þá hefur oft eytt orku þeirra og útsjónarsemi til að flýja. Umræða um þessi atriði hafa nýlega verið í þættinum „Drum“ á ABC sjónvarpsstöðinni. Það er að opnast heill nýr skilningur á hvað mismeðferð gerir í heila og taugakerfum, og þá auðvitað heilsu. Konur drepa ekki oft þegar karlinn fer frá þeim. Af hverju er sumum svo stjórnað frá sýn einni saman? Darwin kom víst upp með veruleikann um hin eigingjörnu gen. Svo að þeir sem hafa ekkert þroskaðra hugsunarferli í sér um hvað þurfi að vera innanborðs í þeim sjálfum og þeim sem þau vilji verja afgangnum af ævinni með. Og þessi eigingjörnu gen geta verið við stýrið hjá báðum kynjum. Þau enda því miður oft á að leyfa þessu geni. Freka og eigingjarna geninu sem tekur stjórnina eins og skrímsli og er þá rækilega við stýrið í heilabúi þeirra og getnaðarfæra kerfinu þá til að ráða meiru í lífi þeirra en hollt er. Það hvað augun sjá og túlka, virðist ekki heimsækja dýpri hluta heilans í þessum tilfellum, eða það að hugsa um öll hin atriðin sem lífið hefur upp á að bjóða. Of oft enda slík dæmi því miður með að líf týnast í offorsi eigingirni þeirra sem sjá konuna sem fasteign sína, og þola ekki að neinn annar eigi að hafa rétt á að njóta hennar. Þegar prinsinn breytist í rándýr Maðurinn sem brenndi börnin sín þrjú í bílnum og fyrrverandi eiginkonu reyndist einn af þeim og samkvæmt því sem náinn ættingi vissi um hann, að hann hafði verið alinn upp til að sjá konur með einungis tvö hlutskipti í lífinu. Það að sjá um húshald og vera kynlífsþræll, hún mátti ekki sýna neitt hold og ekki nota getnaðarvarnir. Í viðbót við það mátti hún auðvitað ekki heldur hafa neinar sjálfstæðar skoðanir. Þannig hafði það verið niður karllegginn í ætt hans í mjög langan tíma að sögn ættingja hans. Hið óbreytanlega prógram í heilabúi hans. Þau höfðu kynnst í líkams-þjálfunar-tækja-iðnaðinum, og hún heillast af framkomu hans í tækjasalnum, og því sem fram fór þar. Það var daðurtíminn og hún greinilega þá talið hann vera svaka flottan gæja. En um leið og hún hafði látið lokkast undir töfra hans og sagt já við altarið, kom dökka rándýrs stjórnhliðin fram á fullu. Upplifun sem hún lifði við í mörg ár. Hún varð barnshafandi þrisvar sinnum og þau fjögur, hún og börnin útlítandi eins og tískumódel. Á meðan það var að gerast bjó hún í ógn alla daga, og foreldrar hennar vissu það. Hún endaði á að flytja heim til þeirra, sem þó skapaði ekki það öryggi sem hún þráði. Reiði hans yfir höfnun hennar bullaði og sauð. Hann hafði greinilega enga eiginleika til að róa huga sinn og taka nýja stefnu. Karlhormónar á hundrað kílómetra hraða með reiðinni. Svo með trúna á innrætinguna sem hann hafði fengið um hvað konur ættu að vera, var það sem ólgaði greinilega fremst í heila hans og hugsun, þegar hann endaði sitt eigið líf eftir að setja bensín yfir konu og börn í bílnum og kveikja svo í og enda með því líf þeirra fjögurra í bílnum. Hann hafði njósnað um allar ferðir hennar alla daga í gegn um þessa nýju síma, og þannig var hann með hana í tækjaböndum, og höndunum, þó að hann væri líkamlega í fjarlægð. Þannig vissi hann líka hvað væri í gangi, og frá þeirri vitneskju skipulagði hann aðgerðina um að enda líf þeirra. Þessi orð „Eiginkona“ „Brúðkaup“ hafa vissa hleðslu í sér, og það ekki síst fyrir þá sem vilja taka slík gömul trúarbragða orð bókstaflega. Það gera þeir sem hafa hundsað allan rétt til jafnræðis og jafnréttis. Margra alda misnotkun á karlkyni Það er því miður önnur hlið á þessu sem hefur ekki fengið nærri næga athygli, umræðu eða hjálp. Það er aldargamalt viðhorf sem sett var upp af einhverjum um að karlkyn ætti ekki að sýna tilfinningar, ekki að gráta eða hafa næmi á neinn hátt. Hvernig á mannvera að þroskast eðlilega ef hún á að bæla svo mikinn hluta af sér. Hvert á öll sú orka og hugsun að fara, ef það á halda henni allri inni án skilnings og réttrar vinnslu. Sem betur fer erum við mannkyn að sjá vissan viðsnúning á þessu í sumum ungum mönnum sem þeim eldri, sem birtist í því hvernig þeir sinna ungbörnum á hátt sem ég vitnaði feður minnar kynslóðar ekki gera. Hér í Ástralíu leyfa karlar á ýmsum aldri sér að sýna tár í viðtölum. Hlutur sem hefði ekki gerst á Íslandi minna tíma. Þá voru bæði karlar og konur látin hverfa af skjánum ef tár sáust. Þau urðu að vera það sem þá var séð sem að vera sterk, hvað sem það átti að þýða, viðhorf og túlkun á mannverum sem ég var aldrei sammála um. Á síðustu árum hafa stofnanir verið settar upp hér í Ástralíu fyrir menn og margir menn að fara um og vinna með ungum drengjum og mönnum til að enda þetta harðneskju viðhorf. Svo eru símanúmer sem fólk getur hringt í þegar það þarf á að halda. Svo er það þetta með að sumir hafa ekki neina gagnrýni í sér um foreldra sína, og sjá það sem foreldrar þeirra sögðu um karlmenn og karlmennsku sem rétt. Afleiðingarnar verða þá þau að gömlu viðhorfin halda áfram að rúlla um karlmennsku niður næstu kynslóðir. Það að skipa fólki að bæla tilfinningar er að ætla að gera viðkomandi að vélmennum, og það er ekki gagnlegt fyrir neinn einstakling né nein sambönd. Svo er það hverju fólk trúir og er ekki endilega alltaf frá trúarbrögðum Það atriði um hvaða goðsögu fólk segir sjálfu sér um hvað ást sé, er oft enn óræðara og flóknara en nokkurt atriði frá svokölluðum trúarbrögðum. Hugmyndir sem bæði kynin hafa sagt sjálfum sér um hvað og hvernig ást sé. Sögur sem þau hafa komið upp með í huganum hvaðan sem þær upplýsingar eða fræðsla koma, gagnlegar eða goðsagnir. Þær geta verið blanda af því sem var í gangi í fjölskyldum þeirra, því sem kemur upp í fjölmiðlum varðandi mikilvægi útlits og svo framvegis. Steve Biddulph sálfræðingur hér í Ástralíu talar um slík atriði í bókum sínum „Raising Girls“ og „Raising Boy´s“ og „Manhood“. Að ala upp stelpur, stráka og manndóm. Áströlsk kona Jess Hill sem er blaðamaður og hefur unnið mikið að rannsóknum á slíkum málum hefur skrifað bókina „See what you made me do“ titill sem lýsir viðhorfum þeirra karlmanna sem sjá sig sem fórnarlömb af því að konan vildi þá ekki lengur. Ég hef ekki lesið hana, er rétt nýbúin að kaupa hana og var mjög snortin af að sjá tjáskipti hennar um þessi málefni í sjónvarpinu sem var um stærri myndina um hvernig misnotkun birtist. Hinar duldu rætur sem enginn hefur talað um Skortur á tilfinningalegu virði er svo stærri hluti af ástæðum þess að þessir hlutir geti gerst. Það er hin órædda hlið sem er tilfinningalega virðið. Við vitum flest röklega að við höfum virði sem mannverur, en hinn hlutinn er enn mikilvægari og er þegar það virði er einnig vírað í hverja sellu líkamans. Það virðisleysi er því miður mikið í of mörgum konum þó að það sé trúlega líka í karlmönnum, sem þá er sýnt á annan hátt. Sú tegund virðisleysis og upplifun er nokkuð sem ég þekki og skynja í mörgum, en er ekki viss um að nærri nógu margir skilgreini þá staðreynd, að það séu tvö stig af upplifun af virði. Ég upplifði það um og í sjálfri mér og hef verið að vinna það upp síðan ég skildi það og skynjaði. Virði sem hefur ekkert að gera með Egóið. Þegar einstaklingar hafa hvorutveggja rök og tilfinningavirði, kemur það oft með meiri tign í viðmóti og annarskonar nálgun til hluta í lífinu. Vinnan við að ná því virði seinna í lífinu þegar við fengum það ekki með móðurmjólkinni, né í uppbyggingu á sjálfvirði í æsku og áfram frá foreldrum. Þá er vinnan við að víra okkur til þess nokkuð svipuð því að nota flísatöng hið innra með huga okkar og breyta nálgun í samræðum frá pirringi til spurninga til þeirra sem við kannski skiljum ekki nógu vel, eða vildum vera að fá annarskonar svör eða viðmót. Þannig meðal annars byggir fólk upp viðbrögðin í taugakerfunum með sjálfsvirðingu í að tjá það sem þarf. Djúp upplifun af neyð, og ótti við höfnun eru dæmi um skort á þessu virði. Eða það að vera ekki séð sem nógu góð, virðist oft vera það sem leiðir sumar ungar konur í sambönd af þessu tagi. Og það án þess að skilja mikilvægi þess að sjá um að gefa sér tíma fyrir þau að kynnast hvert öðru vel. Þær ættu ekki að taka orð manns trúanleg um að það sé engin þörf á tíma til að kynnast. Þeir segja það af því að þeir vilja tryggja sér konuna „gripinn“ eins og þeir sjá hana vera, og telja sig verða að fá völdin yfir henni samstundis með jái að altari. Það er óhugsandi í heila þeirra að hún læri hver hann sé í raun. Því að þá um leið og jáið er komið, er hann orðinn yfirvaldið. Þá er stundin komin til að sýna sitt rétta eðli. Og hann sér sig öruggan í sessi sínu. Með þau bæði með samskonar viðhorf um ást í upphafi lætur hún sig falla inn í mynstrið, og því miður of oft niðurbrot á sjálfvirði sínu. Og eins og áður er getið, er misnotkun ekki nærri öll um barsmíðar og marbletti sem allir geti séð,, né heldur kynferðislega misnotkun. Heldur einnig um þá innri skaða sem gerast þegar slæm orð koma daginn út og inn frá þeim sem konan telur að elski sig, en sem er ekki í því hugarfari, heldur telur sig eiga að ráða. Það eru engir marblettir sjást utan á líkamanum, þeir eru allir hið innra í hinum og þessum hlutum líkamans. Staðreyndin er hinsvegar sú að hinir ósýnilegu marblettir verða æ fleir hið innra í mannverunum, þeim mun lengur sem þær búa við slíkt munnlegt ofbeldi, andlega kúgun og ofstjórn og heilsan bilar. Sjálfsvirðið hefur verið smán saman hakkað í spað og óttinn magnast þar til að mannveran verður hreinlega oft lömuð að innan, og hefur þá engin ráð um hvernig hún geti losað sig úr vandræðunum. Eins og við sjáum oft í viðtölum við þessar konur, hvort sem þær eru á Íslandi eða í Ástralíu eða hvar sem er í heiminum sem slíkt gerist. Sannleikur sem við lærum þegar þær hafa að lokum fengið hjálp til að losna úr prísundinni. Ég þekki og vitnaði þá tegund misnotkunar en í aðeins annarskonar tilfelli sem barn og unglingur hjá stelpu í nágrenninu. Ég sá eyðilegginguna á mannverunni frá þeirri svaka ofstjórn ömmu á barnabarni frá undarlegri trú. Mismeðferð er nefnilega ekki bara í hefðbundnum ástarsamböndum, heldur í ýmsum kringumstæðum sambanda í fjölskyldum. Það á enginn mannvera aðra mannveru sem fasteign, lífið er um að vera samferða og virða hvert annað. Hinn vitri maður Kahil Gibran talar um það í bók sinni Spámanninum. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Sjá meira
Í þessari viku seint í Febrúar breiddist út enn ein sagan um fyrrverandi eiginmann sem hafði drepið fyrrverandi eiginkonu og börnin þeirra þrjú hér í Ástralíu. Svo endaði hann líka eigið líf fyrir utan bílinn sem hann hafði brennt með þessum fjórum fyrrum fjölskyldumeðlimum sínum. Konur eru drepnar í hverri viku hér í Ástralíu af fyrrverandi eiginmönnum eða sambýlismönnum af því að sambandið virkaði ekki. Þetta atvik fékk meiri athygli en sum önnur, vegna þess hvernig það gerðist. Ég skildi við minn fyrrverandi eiginmann á Íslandi árið 1977, en hann hefði aldrei haft það í huga að hann ætti mig, eða að hann þyrfti að drepa mig eða börnin. Þegar ég heyri þessar hræðilegu sögur, þá fer hugur minn oft að því hvað það hafi verið við manninn sem heillaði þá konu. Ég sé svo mikið af grunnum áherslum á fjölmiðlum, þar sem ungar stúlkur telja að allt um þær sé í ytra útliti, sem er auðvitað ekkert nýtt og hefur ráðið miklu í samdrætti milli kynja um aldir. Þá var það mest um föt og farða. En nú eru ótal aðrar leiðir í boði sem stúlkur telja að muni gera sig að betri markaðsvöru á giftingarmarkaðinum. Sumar þeirra láta blása út á sér varir með Botox, og sumar stækka líka á sér rassinn með meiru og gera hvað annað sem þær telja að þurfi til að vera lokkandi að utan. Ég hef talað við leigubílstjóra hér í Adelaide sem næstum slefa og verða veikir í hnjánum við að sjá „Fallega Stelpu“ á gangstéttum. Það sem ég hef numið frá slíku, er ofuráherslan á það sem ég kalla „Boxið“ Umbúðirnar. En engin áhersla á, né einu sinni forvitni um innihaldið í því hver sú fallega að utan mannvera sé, að innan. Ég hef bent þeim á að það sé æskilegra að kynnast þeim vel áður en þeir verði uppteknir, og of snortnir og kynferðislega truflaðir af ytra útliti þeirra. Sama á auðvitað við um stelpur sem bregðast of sterkt og mikið við ytra útliti karlmannsins. Hvað eru karlmenn að segja sjálfum sér? Svo er það spurningin, hvað karlmenn hugsa, og hvers vegna útlit getur sett þá svona auðveldlega úr jafnvægi, og látið þá búa til allar þessar sögur í heilabúinu um stelpu eða konu af því að hún sé falleg að ytra útliti. Sumir karlmenn sem eru tilfinningalega vanþroskaðir, og of fljótir í viðbrögðum við því sem þeir telja að „augun þeirra séu að segja þeim“. Þeir ákveða í huga sínum um leið og þeir sjá „fallegt andlit“ hver hún sé og eigi að vera. Sama á við um stelpur sem heillast af fallegu karlmannsandliti, en eru samt ekki eins í að telja sig eiga að ráða öllu, eins og karlkynið. Þeir trúa að hún sé þeirra „eign“ og að þeir eigi rétt á að ráða öllu um hana. Það sem hann telji að eigi að vera í heilabúi hennar verði að standast, því að annars verði vandræði. Auðvitað eru stelpur og ungar konur sem eldri oft með þann sama takmarkaða grunn um að lesa í að velja maka. Eftir ytra útliti af því að hann sé svo sexý í framan. Samt eru það konurnar sem lenda mun meira í að verða fyrir allskonar tegundum heimilisofbeldis. Ofbeldis sem oft felst í langtíma niðurlægjandi orðafari frekar en barsmíðum með marblettum. Þessir hlutir gerast kannski meira í sumum löndum en öðrum, og því miður allt of oft hér í Ástralíu. Mennirnir eru af öllum þjóðernum og eru tilfinningalega vanþroskaðir og með brenglaðan veruleika um konur. Þær eru svo drepnar þegar þær fara að sýna sinn eiginn persónuleika, skoðanir og vilja. Rísa upp sem þær sjálfar, sem eru ekki þau sömu orð og skoðanir og það sem karlmaðurinn telur að eigi að vera. Misnotkun og mismeðferð er ekki nærri alltaf í formi barsmíða, heldur af langtíma niðurlægjandi og sjálfvirðis drepandi orðafari að konunnni, sem virkar á hana og í, eins og að vera að fá eitur í æð í smáskömmtum. Eitur sem smám saman deyfir alla sjálfsvörn þeirra þar til allur sjálfsstyrkur er horfinn úr heilanum og taugakerfunum. Sem þá hefur oft eytt orku þeirra og útsjónarsemi til að flýja. Umræða um þessi atriði hafa nýlega verið í þættinum „Drum“ á ABC sjónvarpsstöðinni. Það er að opnast heill nýr skilningur á hvað mismeðferð gerir í heila og taugakerfum, og þá auðvitað heilsu. Konur drepa ekki oft þegar karlinn fer frá þeim. Af hverju er sumum svo stjórnað frá sýn einni saman? Darwin kom víst upp með veruleikann um hin eigingjörnu gen. Svo að þeir sem hafa ekkert þroskaðra hugsunarferli í sér um hvað þurfi að vera innanborðs í þeim sjálfum og þeim sem þau vilji verja afgangnum af ævinni með. Og þessi eigingjörnu gen geta verið við stýrið hjá báðum kynjum. Þau enda því miður oft á að leyfa þessu geni. Freka og eigingjarna geninu sem tekur stjórnina eins og skrímsli og er þá rækilega við stýrið í heilabúi þeirra og getnaðarfæra kerfinu þá til að ráða meiru í lífi þeirra en hollt er. Það hvað augun sjá og túlka, virðist ekki heimsækja dýpri hluta heilans í þessum tilfellum, eða það að hugsa um öll hin atriðin sem lífið hefur upp á að bjóða. Of oft enda slík dæmi því miður með að líf týnast í offorsi eigingirni þeirra sem sjá konuna sem fasteign sína, og þola ekki að neinn annar eigi að hafa rétt á að njóta hennar. Þegar prinsinn breytist í rándýr Maðurinn sem brenndi börnin sín þrjú í bílnum og fyrrverandi eiginkonu reyndist einn af þeim og samkvæmt því sem náinn ættingi vissi um hann, að hann hafði verið alinn upp til að sjá konur með einungis tvö hlutskipti í lífinu. Það að sjá um húshald og vera kynlífsþræll, hún mátti ekki sýna neitt hold og ekki nota getnaðarvarnir. Í viðbót við það mátti hún auðvitað ekki heldur hafa neinar sjálfstæðar skoðanir. Þannig hafði það verið niður karllegginn í ætt hans í mjög langan tíma að sögn ættingja hans. Hið óbreytanlega prógram í heilabúi hans. Þau höfðu kynnst í líkams-þjálfunar-tækja-iðnaðinum, og hún heillast af framkomu hans í tækjasalnum, og því sem fram fór þar. Það var daðurtíminn og hún greinilega þá talið hann vera svaka flottan gæja. En um leið og hún hafði látið lokkast undir töfra hans og sagt já við altarið, kom dökka rándýrs stjórnhliðin fram á fullu. Upplifun sem hún lifði við í mörg ár. Hún varð barnshafandi þrisvar sinnum og þau fjögur, hún og börnin útlítandi eins og tískumódel. Á meðan það var að gerast bjó hún í ógn alla daga, og foreldrar hennar vissu það. Hún endaði á að flytja heim til þeirra, sem þó skapaði ekki það öryggi sem hún þráði. Reiði hans yfir höfnun hennar bullaði og sauð. Hann hafði greinilega enga eiginleika til að róa huga sinn og taka nýja stefnu. Karlhormónar á hundrað kílómetra hraða með reiðinni. Svo með trúna á innrætinguna sem hann hafði fengið um hvað konur ættu að vera, var það sem ólgaði greinilega fremst í heila hans og hugsun, þegar hann endaði sitt eigið líf eftir að setja bensín yfir konu og börn í bílnum og kveikja svo í og enda með því líf þeirra fjögurra í bílnum. Hann hafði njósnað um allar ferðir hennar alla daga í gegn um þessa nýju síma, og þannig var hann með hana í tækjaböndum, og höndunum, þó að hann væri líkamlega í fjarlægð. Þannig vissi hann líka hvað væri í gangi, og frá þeirri vitneskju skipulagði hann aðgerðina um að enda líf þeirra. Þessi orð „Eiginkona“ „Brúðkaup“ hafa vissa hleðslu í sér, og það ekki síst fyrir þá sem vilja taka slík gömul trúarbragða orð bókstaflega. Það gera þeir sem hafa hundsað allan rétt til jafnræðis og jafnréttis. Margra alda misnotkun á karlkyni Það er því miður önnur hlið á þessu sem hefur ekki fengið nærri næga athygli, umræðu eða hjálp. Það er aldargamalt viðhorf sem sett var upp af einhverjum um að karlkyn ætti ekki að sýna tilfinningar, ekki að gráta eða hafa næmi á neinn hátt. Hvernig á mannvera að þroskast eðlilega ef hún á að bæla svo mikinn hluta af sér. Hvert á öll sú orka og hugsun að fara, ef það á halda henni allri inni án skilnings og réttrar vinnslu. Sem betur fer erum við mannkyn að sjá vissan viðsnúning á þessu í sumum ungum mönnum sem þeim eldri, sem birtist í því hvernig þeir sinna ungbörnum á hátt sem ég vitnaði feður minnar kynslóðar ekki gera. Hér í Ástralíu leyfa karlar á ýmsum aldri sér að sýna tár í viðtölum. Hlutur sem hefði ekki gerst á Íslandi minna tíma. Þá voru bæði karlar og konur látin hverfa af skjánum ef tár sáust. Þau urðu að vera það sem þá var séð sem að vera sterk, hvað sem það átti að þýða, viðhorf og túlkun á mannverum sem ég var aldrei sammála um. Á síðustu árum hafa stofnanir verið settar upp hér í Ástralíu fyrir menn og margir menn að fara um og vinna með ungum drengjum og mönnum til að enda þetta harðneskju viðhorf. Svo eru símanúmer sem fólk getur hringt í þegar það þarf á að halda. Svo er það þetta með að sumir hafa ekki neina gagnrýni í sér um foreldra sína, og sjá það sem foreldrar þeirra sögðu um karlmenn og karlmennsku sem rétt. Afleiðingarnar verða þá þau að gömlu viðhorfin halda áfram að rúlla um karlmennsku niður næstu kynslóðir. Það að skipa fólki að bæla tilfinningar er að ætla að gera viðkomandi að vélmennum, og það er ekki gagnlegt fyrir neinn einstakling né nein sambönd. Svo er það hverju fólk trúir og er ekki endilega alltaf frá trúarbrögðum Það atriði um hvaða goðsögu fólk segir sjálfu sér um hvað ást sé, er oft enn óræðara og flóknara en nokkurt atriði frá svokölluðum trúarbrögðum. Hugmyndir sem bæði kynin hafa sagt sjálfum sér um hvað og hvernig ást sé. Sögur sem þau hafa komið upp með í huganum hvaðan sem þær upplýsingar eða fræðsla koma, gagnlegar eða goðsagnir. Þær geta verið blanda af því sem var í gangi í fjölskyldum þeirra, því sem kemur upp í fjölmiðlum varðandi mikilvægi útlits og svo framvegis. Steve Biddulph sálfræðingur hér í Ástralíu talar um slík atriði í bókum sínum „Raising Girls“ og „Raising Boy´s“ og „Manhood“. Að ala upp stelpur, stráka og manndóm. Áströlsk kona Jess Hill sem er blaðamaður og hefur unnið mikið að rannsóknum á slíkum málum hefur skrifað bókina „See what you made me do“ titill sem lýsir viðhorfum þeirra karlmanna sem sjá sig sem fórnarlömb af því að konan vildi þá ekki lengur. Ég hef ekki lesið hana, er rétt nýbúin að kaupa hana og var mjög snortin af að sjá tjáskipti hennar um þessi málefni í sjónvarpinu sem var um stærri myndina um hvernig misnotkun birtist. Hinar duldu rætur sem enginn hefur talað um Skortur á tilfinningalegu virði er svo stærri hluti af ástæðum þess að þessir hlutir geti gerst. Það er hin órædda hlið sem er tilfinningalega virðið. Við vitum flest röklega að við höfum virði sem mannverur, en hinn hlutinn er enn mikilvægari og er þegar það virði er einnig vírað í hverja sellu líkamans. Það virðisleysi er því miður mikið í of mörgum konum þó að það sé trúlega líka í karlmönnum, sem þá er sýnt á annan hátt. Sú tegund virðisleysis og upplifun er nokkuð sem ég þekki og skynja í mörgum, en er ekki viss um að nærri nógu margir skilgreini þá staðreynd, að það séu tvö stig af upplifun af virði. Ég upplifði það um og í sjálfri mér og hef verið að vinna það upp síðan ég skildi það og skynjaði. Virði sem hefur ekkert að gera með Egóið. Þegar einstaklingar hafa hvorutveggja rök og tilfinningavirði, kemur það oft með meiri tign í viðmóti og annarskonar nálgun til hluta í lífinu. Vinnan við að ná því virði seinna í lífinu þegar við fengum það ekki með móðurmjólkinni, né í uppbyggingu á sjálfvirði í æsku og áfram frá foreldrum. Þá er vinnan við að víra okkur til þess nokkuð svipuð því að nota flísatöng hið innra með huga okkar og breyta nálgun í samræðum frá pirringi til spurninga til þeirra sem við kannski skiljum ekki nógu vel, eða vildum vera að fá annarskonar svör eða viðmót. Þannig meðal annars byggir fólk upp viðbrögðin í taugakerfunum með sjálfsvirðingu í að tjá það sem þarf. Djúp upplifun af neyð, og ótti við höfnun eru dæmi um skort á þessu virði. Eða það að vera ekki séð sem nógu góð, virðist oft vera það sem leiðir sumar ungar konur í sambönd af þessu tagi. Og það án þess að skilja mikilvægi þess að sjá um að gefa sér tíma fyrir þau að kynnast hvert öðru vel. Þær ættu ekki að taka orð manns trúanleg um að það sé engin þörf á tíma til að kynnast. Þeir segja það af því að þeir vilja tryggja sér konuna „gripinn“ eins og þeir sjá hana vera, og telja sig verða að fá völdin yfir henni samstundis með jái að altari. Það er óhugsandi í heila þeirra að hún læri hver hann sé í raun. Því að þá um leið og jáið er komið, er hann orðinn yfirvaldið. Þá er stundin komin til að sýna sitt rétta eðli. Og hann sér sig öruggan í sessi sínu. Með þau bæði með samskonar viðhorf um ást í upphafi lætur hún sig falla inn í mynstrið, og því miður of oft niðurbrot á sjálfvirði sínu. Og eins og áður er getið, er misnotkun ekki nærri öll um barsmíðar og marbletti sem allir geti séð,, né heldur kynferðislega misnotkun. Heldur einnig um þá innri skaða sem gerast þegar slæm orð koma daginn út og inn frá þeim sem konan telur að elski sig, en sem er ekki í því hugarfari, heldur telur sig eiga að ráða. Það eru engir marblettir sjást utan á líkamanum, þeir eru allir hið innra í hinum og þessum hlutum líkamans. Staðreyndin er hinsvegar sú að hinir ósýnilegu marblettir verða æ fleir hið innra í mannverunum, þeim mun lengur sem þær búa við slíkt munnlegt ofbeldi, andlega kúgun og ofstjórn og heilsan bilar. Sjálfsvirðið hefur verið smán saman hakkað í spað og óttinn magnast þar til að mannveran verður hreinlega oft lömuð að innan, og hefur þá engin ráð um hvernig hún geti losað sig úr vandræðunum. Eins og við sjáum oft í viðtölum við þessar konur, hvort sem þær eru á Íslandi eða í Ástralíu eða hvar sem er í heiminum sem slíkt gerist. Sannleikur sem við lærum þegar þær hafa að lokum fengið hjálp til að losna úr prísundinni. Ég þekki og vitnaði þá tegund misnotkunar en í aðeins annarskonar tilfelli sem barn og unglingur hjá stelpu í nágrenninu. Ég sá eyðilegginguna á mannverunni frá þeirri svaka ofstjórn ömmu á barnabarni frá undarlegri trú. Mismeðferð er nefnilega ekki bara í hefðbundnum ástarsamböndum, heldur í ýmsum kringumstæðum sambanda í fjölskyldum. Það á enginn mannvera aðra mannveru sem fasteign, lífið er um að vera samferða og virða hvert annað. Hinn vitri maður Kahil Gibran talar um það í bók sinni Spámanninum. Matthildur Björnsdóttir
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun