Ákall til stjórnvalda vegna fjárveitinga til Háskólans á Akureyri Sólveig María Árnadóttir skrifar 28. febrúar 2020 17:00 Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að Háskólinn á Akureyri gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki á landsvísu og samfélagsleg ábyrgð hans er mikil. Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér ákveðna sérstöðu hvað varðar sveigjanlegt námsfyrirkomulag, en það hefur orðið til þess að einstaklingar, hvar á landinu sem er, geta sótt sér menntun. Ritrýndar rannsóknarniðurstöður hafa sýnt fram á að nemendur sem geta stundað nám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til að starfa þar fimm árum eftir útskrift. Það er því ljóst að ábyrgð Háskólans á Akureyri er mikil þegar kemur að því að tryggja einstaklingum, utan höfuðborgarsvæðisins aðgengi að háskólanámi. Það námsfyrirkomulag sem Háskólinn á Akureyri hefur skapað sér sérstöðu í, er því gríðarlega mikilvægt fyrir minni byggðarfélög og eflingu þeirra. Innritunartölur háskólanna sýna það glögglega að aðsókn við Háskólann á Akureyri hefur aukist gríðarlega mikið á milli ára. Þrátt fyrir það, hafa fjárveitingar ekki vaxið í samræmi við nemendavöxt. Vegna þess hefur Háskólinn á Akureyri þurft að grípa til aðgangstakmarkana í auknum mæli. Í Grænbók um fjárveitingar til háskóla kemur fram að frá árinu 2013 til 2017 hafi nemendum fækkað í háskólakerfinu í heild sinni. Staðreyndin er hins vegar sú að veruleg fjölgun hefur orðið við Háskólann á Akureyri á þessum tíma. Þetta gerist þrátt fyrir að háskólinn hafi gripið til verulegra hertra aðgangstakmarkana með því að leggja af innritun tiltekinna námsbrauta, tekið upp samkeppnispróf ásamt því að setja beinar fjöldatakmarkanir á námsbrautir og velja inn nemendur. Í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa verið valdir inn hefur stúdentspróf verið nauðsynlegt skilyrði en í sumum tilfellum var það ekki nægilegt, heldur voru aðrar valdbeytur notaðar til að forgangsraða umsækjendum með stúdentspróf. Með því að stúdentspróf sé nauðsyn, er ekki unnt að taka inn nemendur sem hafa lokið námi á einhverskonar háskólabrú og má því gera ráð fyrir að nemendahópurinn verði einsleitari fyrir vikið. Myndin hér að neðan sýnir þróun nemendafjölda við Háskólann á Akureyri frá árinu 2006 til ársins 2019. Þróun nemendafjölda við HA er því með allt öðrum hætti en þróun nemendafjölda í háskólakerfinu í heild sinni. Þessi aukning hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið gripið til þeirra aðgerða sem HA hefur notað síðastliðin þrjú ár og er nú ljóst að aðgangstakmarkanir verði enn meiri og harðari fyrir haustið 2020. Vert er að taka fram að árið 2019 bárust háskólanum 2.036 umsóknir en einungis voru 1.485 umsóknir samþykktar. Samþykktarhlutfallið hefur farið úr 92% niður í 73% frá árinu 2013 og er HA því með næst lægsta samþykktarhlutfall af íslenskum háskólum samkvæmt þeim upplýsingum sem koma fram í Grænbókinni. Stjórnvöld hafa ekki brugðist við aukinni aðsókn að Háskólanum á Akureyri með fjölgun nemendaígilda og hefur háskólinn því þurft að beita áðurnefndum aðgangstakmörkunum, til þess eins að tryggja gæði náms og kennslu. Það eina jákvæða við þær aðgerðir sem HA hefur gripið til, er það að verið að er tryggja gæði háskólanámsins. Þróunin gengur hins vegar algerlega gegn upprunalegu hugmyndunum um stofnun Háskólans á Akureyri þar sem markmiðið var að auka aðgengi að háskólanámi, sérstaklega fyrir fólk utan höfuðborgarsvæðisins. Um 65% nemenda við HA koma frá svæðum utan höfuðborgarinnar og stunda sitt nám frá sinni heimabyggð. Auknar aðgangstakmarkanir við HA eru þvert gegn markmiðum um aukið aðgengi að háskólanámi, sem hefur beinar afleiðingar fyrir þróun íbúðabyggða í landinu öllu. Telja stjórnvöld virkilega eðlilegt að aðgengi að háskólanámi eigi að vera erfiðara fyrir þá sem búa utan höfuðborgarsvæðisins? Stúdentafélag Háskólans á Akureyri hefur raunverulegar áhyggjur af því hve illa stjórnvöld hafa brugðist við síðustu ár. Samfélagsleg ábyrgð Háskólans á Akureyri er ekki viðurkennd og er það áhyggjuefni. Umfjöllun um auknar aðgangstakmarkanir við háskólann hafa verið áberandi síðustu ár og þær umfjallanir og aðgerðir sem grípa hefur þurft til vegna aðgerðarleysis stjórnvalda, eru síður en svo einfaldar, aðgerðirnar eru sárar og erfiðar, sérstaklega þegar stjórnvöld kalla eftir fjölgun hjúkrunarfræðinga og þegar sérstakt átak er sett á oddinn varðandi aukningu kennaranema og efling kennaranáms. Miðað við það fjármagn sem veitt er til Háskólans á Akureyri vegna fjölda nemendaígilda er ljóst að grípa þar til mestu aðgangstakmarkanna í sögu háskólans haustið 2020, til þess eins að halda háskólanum á floti og til þess fyrst og fremst, að tryggja gæði náms og kennslu. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og viðurkenna þá samfélagslegu ábyrgð sem Háskólinn á Akureyri raunverulega gegnir með aukinni fjárveitingu og tryggja þannig aðgengi einstaklinga á landsbyggðinni að háskólanámi, með eflingu byggða í huga. Fyrir hönd Stúdentafélags Háskólans á Akureyri.Höfundur er formaður SHA
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun