Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 19:45 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. Fyrsta tilfellið var staðfest hér á landi í dag þegar sýni úr karlmanni á fimmtudagsaldri reyndist jákvætt. Maðurinn hafði verið í skíðaferð með fjölskyldu sinni á Ítalíu og veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Víðir segir lögregluna hafa fengið góðar upplýsingar frá fjölskyldunni og tengdum aðilum varðandi ferðir þeirra frá heimkomu. Nú sé unnið að því að greina ferðir mannsins. „Það er átta manna teymi, þrjú lögregluembætti: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans þar sem við erum að ná að greina allt sem hefur verið gert,“ segir Víðir í samtali í samtali við fréttastofu. Hann segir mikilvægt að fólk leiti upplýsinga á viðeigandi stöðum og vísar meðal annars á vef landlæknis. Þá eigi fólk að fylgjast með fjölmiðlum og treysta þeim í stað þess að leita upplýsinga annars staðar. „Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að við erum ekki með nein leyndarmál. Við setjum allt upp á borðið, fjölmiðlar hafa aðgang að öllum sem við erum að gera. Þið getið rýnt það eins og þið viljið og við treystum því að fólk leiti til þessara fjölmiðla og sé ekki að leita sér að einhverjum vefsíðum þar sem er verið að fara með falskar fréttir eða elta slíkt á samfélagsmiðlum,“ segir Víðir. „Leitið þið í fjölmiðlana okkar. Þar fáið þið réttar upplýsingar því við segjum þeim allt sem við erum að gera.“ Viðtalið við Víði má sjá í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. Fyrsta tilfellið var staðfest hér á landi í dag þegar sýni úr karlmanni á fimmtudagsaldri reyndist jákvætt. Maðurinn hafði verið í skíðaferð með fjölskyldu sinni á Ítalíu og veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Víðir segir lögregluna hafa fengið góðar upplýsingar frá fjölskyldunni og tengdum aðilum varðandi ferðir þeirra frá heimkomu. Nú sé unnið að því að greina ferðir mannsins. „Það er átta manna teymi, þrjú lögregluembætti: Ríkislögreglustjóri, lögreglustjórinn á Suðurnesjum undir stjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ásamt starfsmönnum sóttvarnarlæknis og Landspítalans þar sem við erum að ná að greina allt sem hefur verið gert,“ segir Víðir í samtali í samtali við fréttastofu. Hann segir mikilvægt að fólk leiti upplýsinga á viðeigandi stöðum og vísar meðal annars á vef landlæknis. Þá eigi fólk að fylgjast með fjölmiðlum og treysta þeim í stað þess að leita upplýsinga annars staðar. „Það er mjög mikilvægt að fólk átti sig á því að við erum ekki með nein leyndarmál. Við setjum allt upp á borðið, fjölmiðlar hafa aðgang að öllum sem við erum að gera. Þið getið rýnt það eins og þið viljið og við treystum því að fólk leiti til þessara fjölmiðla og sé ekki að leita sér að einhverjum vefsíðum þar sem er verið að fara með falskar fréttir eða elta slíkt á samfélagsmiðlum,“ segir Víðir. „Leitið þið í fjölmiðlana okkar. Þar fáið þið réttar upplýsingar því við segjum þeim allt sem við erum að gera.“ Viðtalið við Víði má sjá í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Lögreglan Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00 Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18 Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag í húsakynnum almannavarnadeildar í Skógarhlíð 14 klukkan 16:00. 28. febrúar 2020 15:00
Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. 28. febrúar 2020 16:18
Stjórnvöld skipa stýrihóp vegna kórónuveirunnar Skipaður hefur verið sérstakur stýrihópur „um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni.“ 28. febrúar 2020 13:42