Staðreyndir um fjárhagsstöðu Almar Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Af og til kviknar umræða um fjármál sveitarfélaga, skuldastöðu og getu þeirra til að fjárfesta í innviðum. Umræða sem byggir á þurrum tölum er kannski ekki alltaf skemmtileg, en hún er nauðsynleg og af hinu góða. Það er hyggilegra að umræðan byggi á staðreyndum en ekki upphrópunum. Fyrir okkur Garðbæinga er hollt og gott að skoða stöðu mála hjá okkur í samhengi við stöðuna hjá hinum ellefu af tólf stærstu sveitarfélögunum. Hér læt ég myndirnar tala sínu máli. Tölurnar eru fengnar úr nýjustu útgefnu ársreikningum (2018). Skuldir annarra meira en tvöfalt hærri Þegar skuldastaða er skoðuð kemur í ljós að skuldaviðmið Garðabæjar er 60% á meðan meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna er 120%. Hæst má þetta hlutfall vera 150%. Samkvæmt þessum mælikvarða er skuldastaða mjög hófleg í Garðabæ. Önnur leið er að skoða skuldir á hvern íbúa. Í Garðabæ eru þær 903 þúsund krónur á mann á meðan meðaltal allra tólf stærstu sveitarfélaganna er 1.953 þúsund krónur á mann. Með öðrum orðum: Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ eru innan við helmingur af meðaltali 12 stærstu sveitarfélaga landsins. Það er eftirsóknarverð staða og ástæða til að halda henni til haga. Góð fjárhagsstaða = geta til fjárfestinga Það er einnig mikilvægt að skoða hina hliðina. Er góð afkoma og heilbrigð skuldastaða að skila sér í fjárfestingum? Í Garðabæ voru fjárfestingar sem hlutfall af tekjum 16,4% árið 2018. Meðaltal 12 stærstu sveitarfélaganna var 14,2%. Aðeins voru tvö sveitarfélög með hærra hlutfall en Garðabær. Sögulega hefur þetta hlutfall verið sterkt í Garðabæ. Veltufé frá rekstri er stærðin sem segir til um hversu mikið er til skiptanna í fjárfestingar og/eða niðurgreiðslu skulda. Sú stærð í hlutfalli við skuldir segir til um hversu mörg ár það tekur að nýta veltufé frá rekstri til að greiða niður allar skuldir. Í tilviki Garðabæjar tekur 6,6 ár að greiða niður allar skuldir á meðan meðaltal tólf sveitarfélaga er 9,2 ár. Hin hliðin á þessari stærð er sú að því lægri sem hún er, þeim mun meiri er getan til að ráðast í fjárfestingar. Það er þrjú sveitarfélög af tólf stærstu sem gera betur á þennan mælikvarða, en Garðabær stendur best af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en 10 þúsund íbúa. Staðreyndir tala sínu máli Ofangreint sýnir að fjárhagsstaða Garðabæjar í samanburði við önnur stór sveitarfélög er mjög sterk. Slík staða verður ekki til á einu ári. Hóflegar skuldir í gegnum tíðina, og lágar vaxtagreiðslur samfara því, hafa nefnilega þýtt að stór hluti af framkvæmdum bæjarins hefur verið fjármagnaður í gegnum rekstur en ekki með skuldasöfnun. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut. Hin hliðin á peningnum er síðan gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélög veita. Ef góð fjárhagsstaða og hagkvæmur rekstur er á kostnað gæða í þjónustu þá er til lítils unnið. Það er gleðiefni fyrir Garðbæinga að samkvæmt könnun á ánægju íbúa sveitarfélaga kemur þjónusta við bæjarbúa afar vel út í samanburði við aðra. Það er enn ein staðreyndin. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar