Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 18:30 Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira