Ein af hverjum fjórum beitt kyrkingartaki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 18:30 Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum. Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ein af hverjum fjórum konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári hafði verið beitt kyrkingartaki á heimili sínu og sama hlutfall hafði fengið morðhótanir frá ofbeldismanni. Ríflega níu af hverjum tíu konum sem komu í Kvennaathvarfið á síðasta ári greindi frá því að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu núverandi eða fyrrverandi sambýlismanns. Sextíu prósent hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi, um helmingur fjárhagslegu ofbeldi og tæplega fjórar af hverjum tíu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Í fyrra var í fyrsta skipti spurt út í kyrkingartak og niðurstöðurnar eru sláandi að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins. „Ríflega fjórðungur þeirra hefur verið tekin kyrkingartaki og svipað hlutfall fengið morðhótanir og í ljósi þess er vont að sjá að einungis 15% þeirra hefur kært ofbeldið til lögreglu og 5% þeirra hefur fengið nálgunarbann og afskaplega fáir dómar fallið í þessum málum,“ segir Sigþrúður. Flestar konur sögðu andlegt ofbeldi vera ástæðu komu en annað ofbeldi var einnig algengt. Alls dvöldu 144 konur og 100 börn í Kvennaathvarfinu á síðasta ári sem er svipaður fjöldi og fyrir tveimur árum og dvöldu þar að meðaltali í um 30 daga. 294 konur mættu í viðtöl. Ríflega kvennanna greindi frá því að börn þeirra hefði orðið fyrir ofbeldi en hlutfallið var 20% árið 2018. „Við sjáum í auknum mæli að mæður telja að ofbeldi gegn þeim sé einnig ofbeldi gegn börnum á heimilinu. Þó að talan sé að hækka þá er það jákvæð teikn um að fólk sé meðvitað um hvaða áhrif ofbeldið hefur á börnin. Nú þurfum við hins vegar að fá fólk til að bregðast við þessu,“ segir Sigþrúður. Sigþrúður segir áhyggjuefni að aðeins tæpur þriðjungur þeirra barna sem verði fyrir heimilisofbeldi fái þá aðstoð sem þau þurfa í áframhaldinu. Afar mikilvægt að vinna úr áfallinu með börnunum. „Sífellt fleiri rannsóknir sýna að heimilisofbeldi hefur svipuð áhrif á börnin og ef þau verða sjálf fyrir ofbeldi og ef þau fá ekki aðstoð til að vinna úr slíku getur það haft margvísleg neikvæð áhrif á þau í framtíðinni,“ segir hún Hún segir að heimilisofbeldi fyrirfinnist alls staðar í samfélaginu. „Oftast eru þetta heimili sem við teljum vera venjuleg heimili, meirihluti ofbeldisvalda eru íslenskir karlar með svipaða menntun og stöðu og karlar eru almennt með hér á landi,“ segir Sigþrúður að lokum.
Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira