Var sendur fótbrotinn úr landi eftir vinnuslys á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:45 Maðurinn kom til vinnu á Akureyri í febrúar í fyrra en var sendur úr landi um tveimur mánuðum síðar eftir að hafa fótbrotnað í vinnuslysi. vísir/getty Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka. Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Radenko Stanisic, bosnískur ríkisborgari sem kom hingað til lands í febrúar í fyrra til þess að starfa í byggingarvinnu, hefur sótt um gjafsókn til dómsmálaráðuneytisins vegna máls sem hann ætlar að höfða gegn fasteignafélaginu H-26 ehf. á Akureyri. Málið höfðar maðurinn vegna vangoldinna launa og skaðabóta alvarlegs vinnuslyss sem hann varð fyrir eftir að hafa unnið hér á landi í sjö vikur.Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að Radenko hafi komið til landsins eftir að hafa fengið atvinnutilboð hér á landi. Honum var sagt að sótt yrði um atvinnuleyfi fyrir hann en hann gæti þó byrjað strax að vinna. Ekki var samið sérstaklega um launakjör en Radenko hafði skilið það sem svo að launin yrðu góð og í samræmi við íslenska kjarasamninga og lög hér á landi. Radenko byrjaði strax í vinnunni um leið og hann kom hingað til lands. Hann vann tíu tíma á dag alla daga vikunnar nema sunnudag en sjö vikum síðar, þann 27. mars, lenti Radenko í vinnuslysi er hann féll úr stiga sem hann stóð í þegar hann var að festa handrið á svalir. Hann lærbrotnaði og ökklabrotnaði við slysið auk þess að hljóta önnur meiðsl. Verið óvinnufær síðan slysið varð Lögregla og Vinnueftirlitið voru kölluð á vettvang slyssins en þá kom í ljós að Radenko var hvorki með atvinnu- né dvalarleyfi. Hann var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri og gekkst þar undir aðgerð. Hann dvaldi á sjúkrahúsinu í níu daga. Eftir sjúkrahúsdvölina var honum svo ekið til Keflavíkur þaðan sem hann flaug til Vínar og áfram til Bosníu þar sem hann býr ásamt konu sinni. Að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins, með vísan í gjafsóknarbeiðni Radenko, gengur hann enn með hækjur. Þá hefur hann verið óvinnufær síðan slys varð. Hann krefst bóta frá H-26 vegna slyssins og greiðslu vangoldinna launa. Fyrir sjö vikna vinnu hér á landi fékk hann 1200 evrur í laun eða sem nam þá 165 þúsund krónum. Þá var búið að draga tæplega 40 þúsund krónur af laununum hans fyrir flugfarinu hingað til lands. „Hann á auðvitað inni réttmæt laun fyrir tímann sem hann vann og við það bætist að honum var aldrei sagt upp störfum. Honum var bara skutlað út á flugvöll með mölbrotinn fót. Hann á því inni laun í uppsagnarfresti,“ segir Þórður Már Jónsson lögmaður Radenko í samtali við Fréttablaðið. Fasteignafélagið H-26 hefur hafnað kröfu Radenko. Í svarbréfi vegna kröfunnar segir að félagið hafi verið verkkaupi og borið enga ábyrgð á manninum heldur hafi hann verið starfsmaður serbnesks verktaka.
Akureyri Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira