Sportpakkinn: „Viljum stemmningu, læti og gleði en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2020 14:52 Stuðningsmenn ÍBV létu ófriðlega í bikarleiknum gegn FH. vísir/valli Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Vankantar voru á framkvæmd leiks ÍBV og FH í Vestamannaeyjum í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikars karla á fimmtudaginn og framkoma stuðningsmanna ÍBV var ekki til fyrirmyndar. „Við fengum skýrslu eftirlitsmanns þar sem hann fer yfir ákveðna þætti sem vankantar voru á, varðandi framkvæmd leiksins og hegðun áhorfenda,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Þetta mál fer inn til mótanefndar sem hefur kallað eftir frekari skýringum og greinargerðum frá málsaðilum. Í kjölfarið tekur mótanefnd væntanlega á málinu og hefur úrræði sem hún getur beitt ef þurfa þykir.“ En hvaða refsingum er hægt að beita í málum sem þessum? „Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi fyrir slæmri hegðun áhorfenda en þó einhver. Í flestum tilfellum hafa svona mál verið afgreidd með sektum og áminningu. En það er of snemmt fyrir mig að segja til um þetta atvik. Það er í meðferð mótanefndar og engin niðurstaða komin ennþá,“ sagði Róbert. Hann segir að ef hegðun stuðningsmanna ÍBV hafi verið eins og henni hefur verið lýst sé það ekki í lagi. „Ef satt reynist er það ekki í lagi. Við viljum vissulega stemmningu, læti og gleði á leikjum en að áhorfendur sýni háttvísi og séu ekki með óþverraskap,“ sagði Róbert. „Almennt séð hafa áhorfendur hagað sér vel. Eyjamenn mega eiga það að þeir eru í þessu af lífi og styðja sitt lið að öllu afli. En við þurfum samt að gæta háttvísi,“ sagði Róbert. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vankantar á framkvæmd leiksins í Eyjum
Olís-deild karla Sportpakkinn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49 Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15 Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30 Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Hvítu riddararnir biðjast afsökunar: Mæðramyndirnar voru gott grín Stuðningsmenn ÍBV hafa beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum gegn FH. 11. febrúar 2020 11:49
Mæðraskilaboð Eyjamanna og lætin fyrir utan klefa FH eru nú á borði hjá HSÍ Ferð FH-inga til Vestmannaeyja í síðustu viku var ekki skemmtileg. Þeir töpuðu leiknum, duttu út úr bikarnum og máttu einnig þola mikil leiðindi að hálfu stuðningsmanna Eyjamanna. 11. febrúar 2020 09:15
Topplið Fram og Vals drógust saman og ÍBV mætir Haukum Íslands- og bikarmeistarar Vals mæta toppliði Fram í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handbolta en dregið var í undanúrslitaleikina í Höllinni í Smárabíói í hádeginu. 11. febrúar 2020 12:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita